Enski boltinn

Ráku fyrirliðann mánuði eftir ölvunarakstur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richard Keogh.
Richard Keogh. vísir/getty
Derby hefur ákveðið að reka varnarmanninn, Richard Keogh, mánuði eftir að hann og liðsfélagar hans voru teknir keyrandi undir áhrifm áfengis.

Keogh var ásamt liðsfélögum sínum, Mason Bennett og Tom Lawrence, úti á lífinu en þeir ákváðu svo að keyra heim sem endaði í hörkuárekstri.

Leikmennirnir þrír meiddust allir í árekstrinum og hafa verið á meiðslalistanum. Allir sögðust þeir vera miður sín yfir atvikinu en Keogh var fyrirliði liðsins.

Hann fékk tilboð um að lækka samning sinn á meðan hann væri á meiðslalistanum vegna árekstursins eða hann yrði látinn fara.







Keogh, sem lék með Víkingi Reykjavík á sínum tíma, vildi ekki lækka samning sinn og því ákvað Derby að segja upp samningi sínum en ekki er líklegt að Keogh spili aftur fótbolta fyrr en í desember 2020.

Keogh hafði leikið 356 leiki á átta leiktíðum með Derby en hann fór meðal annars með liðinu í umspil á síðustu leiktíð um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Hetjur í kvöld eftir uppákomu í vikunni

Inter Milan hafði betur í slagnum um Mílanó-borg er liðið vann 2-0 sigur á grönnunum í AC Milan er liðin mættust á San Siro í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×