Þrefalt fleiri gætu orðið fyrir áhrifum vegna hækkunar sjávarstöðu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 18:32 Gröfumaður vinnur að því að verja sandströnd á Hollandi fyrir ágangi sjávar. Ríki heims þurfa að fjárfesta í stórauknum sjóvörnum á þessari öld. Vísir/Getty Um 150 milljónir manna búa nú á landsvæðum sem gætu verið komin niður fyrir sjávarmál á háflóði vegna hækkunar yfirborðs sjávar um miðja öldina. Ný greining á gervihnattamælingum bendir til þess að allt að þrefalt fleiri jarðarbúa gætu orðið fyrir áhrifum vegna sjávarstöðuhækkunar en áður var talið. Í nýrri rannsókn sem birt var í vísindaritinu Nature Communications í gær er lýst nákvæmari aðferð til landmælinga með gervihnöttum en notast hefur verið til fram að þessu, að sögn New York Times. Niðurstaða hennar er að fyrri mælingar hafi vanmetið hversu margir jarðarbúar eigi eftir að finna fyrir hækkandi yfirborði sjávar sem er fylgifiskur hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Við lok aldarinnar gætu allt að 190 milljónir manna búið á svæðum undir háflóðslínu ef miðað er við hófsamari spár um hnattræna hlýnun. Sé miðað við svartsýnari spár gæti sjór verið farinn að flæða yfir land þar sem um 630 milljónir manna búa. Höfundar rannsóknarinnar segja að þessar áætluðu tölur um mannfjölda séu takmörkunum háðar. Hvorki sé gert ráð fyrir áframhaldandi fólksfjölgun og flutningum né bættum strandvörnum. Þá á eftir að líta til samspils yfirborðshækkunar sjávar vegna varmaútþenslu og bráðnunar jökla annars vegar og landsigs- og riss hins vegar.Breska ríkisútvarpið BBC bendir á að sums staðar sígi land tíu sinnum hraðar en yfirborð sjávar hækkar. Í borgum eins og Jakarta, Ho Chi Minh og Bangkok hafi verið gengið svo á grunnvatn að þær síga nú hratt.Flóð röskuðu daglegu lífi í Bangkok fyrr í þessum mánuði. Borgin er á meðal þeirra sem gætu orðið hvað verst úti vegna landsigs og hækkandi sjávarstöðu á næstu áratugum.Vísir/Getty„Í hversu djúpri skál viljum við búa?“ Sérstaklega dökk mynd er dregin upp af þéttbýlum svæðum í Asíu í rannsókninni. Þannig eru horfur á að Suður-Víetnam, þar sem tuttugu milljónir manna búa, hverfi nær algerlega undir sjó um miðja öldina. Það er um fjórðungur þjóðarinnar. Í Taílandi búa um 10% þjóðarinnar á svæðum sem fara líklega undir sjó um miðja öldina en fyrra mat hafði aðeins gert ráð fyrir að hækkunar sjávar hefði aðeins áhrif á um 1% Taílendinga. Sérstaklega ef höfuðborgin Bangkok sögð í hættu. Þetta þó ekki endilega sagt dauðadómur yfir svæðunum enda bendir rannsóknin til þess að um 110 milljónir manna búi nú þegar á svæðum undir háflóðslínu, meðal annars fyrir tilstilli sjóvarnargarða. Borgir og bæir þurfa að fjárfesta mikið og hratt í slíkum vörnum. Varnirnar bægja þó ekki allri hættu frá láglendum svæðum. Benjamin Strauss, forstjóri samtakanna Climate Central og annar höfunda rannsóknarinnar, bendir á að stíflur og flóðvarnargarðar í New Orleans hafi brostið þegar fellibylurinn Katrína olli mannskaða og eyðileggingu þar árið 2005. „Í hversu djúpri skál viljum við búa?“ segir hann.Brimið skellur á sjóvarnargarði og húsum í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna.Vísir/EPAÍslensk svæði ekki í hættu fyrir miðja öldina Yfirborð sjávar hefur hækkað um þrjá millímetra á ári að meðaltali undanfarna áratugi og hefur hraðað á hækkuninni í seinni tíð. Í nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í haust var gert ráð fyrir allt að 1,1 metra hækkun yfirborðs sjávar á meðaltali fyrir árið 2100 þegar miðað var við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda. Betrumbæturnar sem Krauss og félagi hans Scott Kulp hjá Climate Central, gerðu á mati á landhæð útrýmdi skekkju í radarmælingum gervihnatta. Þykkur gróður truflaði radarmælingar þar sem radarinn gerði ekki greinarmun á trjákrónum og jarðveginum fyrir neðan. Skekkjan leiddi til þess að land var áætlað hærra en það raunverulega er. Nýja rannsóknin breytir ekki mikið myndinni þar sem nákvæmari landmælingar með leysigeislum tíðkast nú þegar en hún er sögð varpa skarpara ljósi á afdrif svæða þar sem slíkum mælingum er ekki til að dreifa. Ef marka má gagnvirkt kort sem höfundar rannsóknarinnar hafa gert aðgengilegt verða engin landsvæði á Íslandi í hættu á að lenda undir háflóðslínu um miðja öldina. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út í fyrra kom fram að búist er við því að hækkun sjávarstöðu við Ísland verði aðeins hluti af hnattrænni meðalhækkun, jafnvel aðeins 30-40%. Ástæðan er meðal annars nálægð Íslands við Grænlandsjökul sem bráðnar nú hratt. Þó að bráðnunarvatnið hækki yfirborð sjávar á hnattræna vísu veldur massatap jökulsins lækkun sjávarstöðu í næsta nágrenni hans. Tekið var fram að spár um þróun sjávarstöðu við Ísland væru mikilli óvissu háðar, fyrst og fremst vegna þess að óvíst er um afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu á þessari öld.Hér má nálgast gagnvirkt kort sem byggir á nákvæmara mati á hækkun yfirborðs sjávar árið 2050. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Um 150 milljónir manna búa nú á landsvæðum sem gætu verið komin niður fyrir sjávarmál á háflóði vegna hækkunar yfirborðs sjávar um miðja öldina. Ný greining á gervihnattamælingum bendir til þess að allt að þrefalt fleiri jarðarbúa gætu orðið fyrir áhrifum vegna sjávarstöðuhækkunar en áður var talið. Í nýrri rannsókn sem birt var í vísindaritinu Nature Communications í gær er lýst nákvæmari aðferð til landmælinga með gervihnöttum en notast hefur verið til fram að þessu, að sögn New York Times. Niðurstaða hennar er að fyrri mælingar hafi vanmetið hversu margir jarðarbúar eigi eftir að finna fyrir hækkandi yfirborði sjávar sem er fylgifiskur hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Við lok aldarinnar gætu allt að 190 milljónir manna búið á svæðum undir háflóðslínu ef miðað er við hófsamari spár um hnattræna hlýnun. Sé miðað við svartsýnari spár gæti sjór verið farinn að flæða yfir land þar sem um 630 milljónir manna búa. Höfundar rannsóknarinnar segja að þessar áætluðu tölur um mannfjölda séu takmörkunum háðar. Hvorki sé gert ráð fyrir áframhaldandi fólksfjölgun og flutningum né bættum strandvörnum. Þá á eftir að líta til samspils yfirborðshækkunar sjávar vegna varmaútþenslu og bráðnunar jökla annars vegar og landsigs- og riss hins vegar.Breska ríkisútvarpið BBC bendir á að sums staðar sígi land tíu sinnum hraðar en yfirborð sjávar hækkar. Í borgum eins og Jakarta, Ho Chi Minh og Bangkok hafi verið gengið svo á grunnvatn að þær síga nú hratt.Flóð röskuðu daglegu lífi í Bangkok fyrr í þessum mánuði. Borgin er á meðal þeirra sem gætu orðið hvað verst úti vegna landsigs og hækkandi sjávarstöðu á næstu áratugum.Vísir/Getty„Í hversu djúpri skál viljum við búa?“ Sérstaklega dökk mynd er dregin upp af þéttbýlum svæðum í Asíu í rannsókninni. Þannig eru horfur á að Suður-Víetnam, þar sem tuttugu milljónir manna búa, hverfi nær algerlega undir sjó um miðja öldina. Það er um fjórðungur þjóðarinnar. Í Taílandi búa um 10% þjóðarinnar á svæðum sem fara líklega undir sjó um miðja öldina en fyrra mat hafði aðeins gert ráð fyrir að hækkunar sjávar hefði aðeins áhrif á um 1% Taílendinga. Sérstaklega ef höfuðborgin Bangkok sögð í hættu. Þetta þó ekki endilega sagt dauðadómur yfir svæðunum enda bendir rannsóknin til þess að um 110 milljónir manna búi nú þegar á svæðum undir háflóðslínu, meðal annars fyrir tilstilli sjóvarnargarða. Borgir og bæir þurfa að fjárfesta mikið og hratt í slíkum vörnum. Varnirnar bægja þó ekki allri hættu frá láglendum svæðum. Benjamin Strauss, forstjóri samtakanna Climate Central og annar höfunda rannsóknarinnar, bendir á að stíflur og flóðvarnargarðar í New Orleans hafi brostið þegar fellibylurinn Katrína olli mannskaða og eyðileggingu þar árið 2005. „Í hversu djúpri skál viljum við búa?“ segir hann.Brimið skellur á sjóvarnargarði og húsum í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna.Vísir/EPAÍslensk svæði ekki í hættu fyrir miðja öldina Yfirborð sjávar hefur hækkað um þrjá millímetra á ári að meðaltali undanfarna áratugi og hefur hraðað á hækkuninni í seinni tíð. Í nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í haust var gert ráð fyrir allt að 1,1 metra hækkun yfirborðs sjávar á meðaltali fyrir árið 2100 þegar miðað var við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda. Betrumbæturnar sem Krauss og félagi hans Scott Kulp hjá Climate Central, gerðu á mati á landhæð útrýmdi skekkju í radarmælingum gervihnatta. Þykkur gróður truflaði radarmælingar þar sem radarinn gerði ekki greinarmun á trjákrónum og jarðveginum fyrir neðan. Skekkjan leiddi til þess að land var áætlað hærra en það raunverulega er. Nýja rannsóknin breytir ekki mikið myndinni þar sem nákvæmari landmælingar með leysigeislum tíðkast nú þegar en hún er sögð varpa skarpara ljósi á afdrif svæða þar sem slíkum mælingum er ekki til að dreifa. Ef marka má gagnvirkt kort sem höfundar rannsóknarinnar hafa gert aðgengilegt verða engin landsvæði á Íslandi í hættu á að lenda undir háflóðslínu um miðja öldina. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út í fyrra kom fram að búist er við því að hækkun sjávarstöðu við Ísland verði aðeins hluti af hnattrænni meðalhækkun, jafnvel aðeins 30-40%. Ástæðan er meðal annars nálægð Íslands við Grænlandsjökul sem bráðnar nú hratt. Þó að bráðnunarvatnið hækki yfirborð sjávar á hnattræna vísu veldur massatap jökulsins lækkun sjávarstöðu í næsta nágrenni hans. Tekið var fram að spár um þróun sjávarstöðu við Ísland væru mikilli óvissu háðar, fyrst og fremst vegna þess að óvíst er um afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu á þessari öld.Hér má nálgast gagnvirkt kort sem byggir á nákvæmara mati á hækkun yfirborðs sjávar árið 2050.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15