Hópur mótmælenda dró bæjarstjórann um götur bæjarins og sökuðu um morð Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 15:31 Mótmælendur kölluðu bæjarstjórann Patricia Arce morðkvendi eftir að tveimur úr hópi þeirra höfðu látið lífið. Vísir/EPA Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram. Bólivía Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram.
Bólivía Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira