Enski boltinn

Xhaka sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xhaka klæðir sig úr treyjunni á leiðinni af velli gegn Palace.
Xhaka klæðir sig úr treyjunni á leiðinni af velli gegn Palace. vísir/getty
Granit Xhaka hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal eftir lætin gegn Crystal Palace fyrir rúmri viku síðan.

Xhaka lét öllum illum látum er honum var skipt af velli á Emirates-leikvanginum gegn Palace og vakti það hörð viðbrögð margra innan Arsenal.

Xhaka hefur ekki verið í leikmannahópi Arsenal í síðustu tveimur leikjum; deildarbikar leik gegn Liverpool og deildarleik gegn Wolves.







Unai Emery staðfesti svo á blaðamannafundi sínum í dag, fyrir leikinn gegn Vitoria í Evrópudeildinni á morgun, að Xhaka væri ekki lengur fyrirliði liðsins.

Pierre-Emerick Aubameyang er nýr fyrirliði Arsenal en flautað verður til leiks í Portúgal á morgun klukkan 15.50.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en fleiri fréttir tengdar Xhaka málinu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Arsenal býður Xhaka upp á fría sálfræðitíma

Það logar allt stafna á milli hjá Arsenal í kjölfar þess að fyrirliði liðsins, Granit Xhaka, brjálaðist er hann var tekinn af velli í leiknum gegn Crystal Palace um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×