Enski boltinn

Carrag­her segir að Brendan Rod­gers geti ekki þjálfað Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers í stuði.
Rodgers í stuði. vísir/getty
Jamie Carragher, sparkspekingur og goðsögn hjá Liverpool, segir að Brendan Rodgers geti ekki þjálfað Manchester United vegna þess að hann sé búinn að þjálfa Liverpool.

Ole Gunnar Solskjær er undir mikilli pressu hjá United eftir brösuga byrjun hjá United á tímabilinu á meðan Rodgers hefur verið að gera frábæra hluti með Leicester.

Carragher segir þó að Rodgers komi ekki til greina á Old Trafford því hann stýri Liverpool frá 2012 til 2015 og komst nærri því að vinna ensku úrvalsdeildina.

Spurður um framtíðarplön Rodgers svaraði Carragher:

„Liverpool er út úr myndinni og Manchester United einnig því hann er fyrrum stjóri Liverpool. Hann getur horft til Arsenal og Chelsea eftir nokkur ár, hvort að Frank verður þar eða ekki,“ sagði Carragher við The Express.





„Rodgers hefur tengingu við Chelsea. Hann var í unglingaliðunum og varaliðunum hjá þeim. Þetta eru þau störf sem hann getur horft til og einhver utan Englands einnig.“

Leicester mætir Crystal Palace á sunnudaginn en flautað verður til leiks á Selhurst Park klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×