Morales fær hæli í Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 23:54 Evo Morales. vísir/getty Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. Er Morales veitt hæli af mannúðarástæðum en hann óskaði eftir því sjálfur við yfirvöld í Mexíkó að fá hæli í landinu. Morales sagði af sér í gær í kjölfar þess að yfirmaður bólivíska hersins hvatti hann til þess að víkja úr embætti forseta. Mikil mótmæli hafa verið í Bólivíu undanfarnar vikur eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna sem fram fóru í október. Morales lýsti yfir sigri í þeim kosningum. Að því er segir á frétt BBC hefur Morales sjálfur ekki tjáð sig um það að honum hafi verið veitt hæli í Mexíkó en áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til þess að berjast við þau myrku öfl sem neyddu hann til þess að segja af sér. Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2005. Hann var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum en áður en hann var kjörinn forseti var hann kókabóndi. Hann var síðan aftur kjörinn forseti 2009 og 2014 og naut vinsælda hjá bólivísku þjóðinni enda barðist hann hatrammlega gegn fátækt og bætti efnahag landsins. En árið 2016 efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur en þau tvö kjörtímabil sem þá var leyft samkvæmt stjórnarskrá sem samþykkt var 2009. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað engu að síður að heimila það. Morales bauð sig því fram í fjórða sinn. Það var umdeilt í ljósi þess að þjóðin hafði hafnað því að leyfa slíkt. Morales vann síðan nauman sigur í síðasta mánuði en á sunnudag gerðust hlutirnir hratt. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) sögðu ljóst að úrslitum í forsetakosningunum hefði verið hagrætt. Var kallað eftir því að kosningarnar yrðu ógiltar. Morales brást við og sagði að haldnar yrðu nýjar kosningar. Það dugði þó ekki því yfirmaður hersins kallaði eftir afsögn forsetans. Morales hefur kallað þetta valdarán en kveðst hafa sagt af sér svo samherjar hans í pólitík, hinum sósíalíska Mas-flokki, yrðu ekki áreittir, hótað og ofsóttir. Bólivía Mexíkó Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. Er Morales veitt hæli af mannúðarástæðum en hann óskaði eftir því sjálfur við yfirvöld í Mexíkó að fá hæli í landinu. Morales sagði af sér í gær í kjölfar þess að yfirmaður bólivíska hersins hvatti hann til þess að víkja úr embætti forseta. Mikil mótmæli hafa verið í Bólivíu undanfarnar vikur eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna sem fram fóru í október. Morales lýsti yfir sigri í þeim kosningum. Að því er segir á frétt BBC hefur Morales sjálfur ekki tjáð sig um það að honum hafi verið veitt hæli í Mexíkó en áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til þess að berjast við þau myrku öfl sem neyddu hann til þess að segja af sér. Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2005. Hann var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum en áður en hann var kjörinn forseti var hann kókabóndi. Hann var síðan aftur kjörinn forseti 2009 og 2014 og naut vinsælda hjá bólivísku þjóðinni enda barðist hann hatrammlega gegn fátækt og bætti efnahag landsins. En árið 2016 efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur en þau tvö kjörtímabil sem þá var leyft samkvæmt stjórnarskrá sem samþykkt var 2009. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað engu að síður að heimila það. Morales bauð sig því fram í fjórða sinn. Það var umdeilt í ljósi þess að þjóðin hafði hafnað því að leyfa slíkt. Morales vann síðan nauman sigur í síðasta mánuði en á sunnudag gerðust hlutirnir hratt. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) sögðu ljóst að úrslitum í forsetakosningunum hefði verið hagrætt. Var kallað eftir því að kosningarnar yrðu ógiltar. Morales brást við og sagði að haldnar yrðu nýjar kosningar. Það dugði þó ekki því yfirmaður hersins kallaði eftir afsögn forsetans. Morales hefur kallað þetta valdarán en kveðst hafa sagt af sér svo samherjar hans í pólitík, hinum sósíalíska Mas-flokki, yrðu ekki áreittir, hótað og ofsóttir.
Bólivía Mexíkó Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira