Úrslitin ráðast í Lenovo-deildinni Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 13:30 Dusty mæta FH í LOL og Seven í CS:GO Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira