Enski boltinn

Sol­skjær stað­festir að þrír leik­menn úr akademíunni byrji gegn Astana á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær glaðbeittur á blaðamannafundinum í dag.
Solskjær glaðbeittur á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur staðfest að þrír leikmenn akademíu félagsins muni byrja leikinn gegn Astana í Evrópudeildinni á morgun.

Einungis fjórir leikmenn aðalliðs félagsins ferðuðust til Astana en það eru þeir Lee Grant, Axel Tuanzebe, Luke Shaw og Jesse Lingard. United er nú þegar komið áfram í 32-liða úrslitin.

Solskjær hefur einnig staðfest að Grant muni byrja í markinu en þetta verður einungis annar leikur hans síðan hann kom frá Stoke árið 2018.







Önnur skemmtileg saga hjá United er að Max Taylor gæti fengið frumraun sína hjá félaginu eftir að hafa greinst með krabbamein fyrir einungis ári síðan.

Rúnar Már Sigurjónsson leikur með Astana en flautað verður til leiks klukkan 15.50 í Kasakstan á morgun. Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×