Enski boltinn

Starfsfólk Arsenal beið eftir að Emery yrði rekinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery hugsi á hliðarlínunni um helgina.
Emery hugsi á hliðarlínunni um helgina. vísir/getty
Starfsfólk Unai Emery hjá Arsenal trúir að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Emery verði rekinn frá félaginu.

Pressan á Emery er orðinn ansi mikil en Arsenal gerði einungis jafntefli gegn fallbaráttuliði Southampton á heimavelli um helgina 2-2 eftir að hafa lent 2-0 undir.

Samkvæmt heimildum vefsíðunnar Goal þá beið starfsfólk Arsenal eftir því um helgina að búið væri að reka Spánverjann úr starfi. Einhverjir telja ótrúlegt að enn sé ekki búið að reka hann.







Yfirmaður knattspyrnumála, Raul Sanllehi, og tæknilegur ráðgjafi félagsins, Edu, töluðu við Emery strax eftir leikinn gegn Southampton um helgina en ekkert kom úr þeim fundi.

Hann verður því væntanlega við stjórnvölinn er Arsenal mætir Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni á Emirates-leikvanginum annað kvöld.

Arsenal tryggir sig áfram annað kvöld með sigri á þeim þýsku en Arsenal er á toppi riðilsins með sex stig. Þeir sitja í 7. sæti ensku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×