Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 4. desember sýnir hún hvernig á að gera flöskuskreytingu með textanum JÓL. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirKannist þið við að sjá eitthvað, og vita um leið að þið verðið að gera eins? Þá er ég ekki að tala um að falsa málverk, eða endurskrifa bók, ég er að tala um föndur. Þannig var það með þetta verkefni. Ég sá það og ég hreinlega varð að gera eins. Og ef ég á að vera hreinskilin þá er ég mjög fegin að ég gerði það vegna þess að þetta kom ótrúlega krúttlega út. Ég byrjaði á því að verða mér úti um þrjár svona safaflöskur. Þegar ég var búin að þrífa þær þá málaði ég þær hvítar. Ég notaði kalk málingu eða chalk paint, ég mæli ekki með þessari venjulegu akrýl málningu fyrir þetta, sú málning og glerið eiga ekki samleið. En ef þú átt ekki kalk málningu þá getur þú alltaf spreyjað flöskurnar hvítar eða í þeim lit sem þig langar í.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg átti þessa tré-stafi, en smá vandamál, ég átti ekki L. En neyðin kenndi nöktu konunni að spinna og hún bankaði á öxlina á stafafátæku konunni og hvíslaði ef þú tekur T. klippir það til og snýr því á holf þá ertu komin með L. Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞannig að eftir smá klipp þá var ég komin með JÓL, ég meira að segja gat notað smá af því sem ég klippti af T-inu fyrir kommuna ofan á O-ið. Stafirnir voru svo málaði rauðir.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo borða, tók fram límbyssuna mína, límdi borðann ofarlega á flöskurnar og stafina þar ofan á. Svo tók ég smá reipi og setti utan um stútinn, með smá hjálp frá límbyssunni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að kassanum utan um flöskurnar, vegna þess að allar flöskur þurfa að eignast kassa, ekki satt? Ég mældi og sagaði til viðarplötu og málningahrærispýtur, ég leitaði aðeins í kassann þar sem ég geymi tréhlutina mína, fann þessi prik sem ég klippti niður í fjóra hluta.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar allt var orðið hæfilega langt þá tók ég bor og sagaði aðeins í öll hornin á viðarplötunni, svo að prikin hefðu einhvern stað til að setjast. Ég málaði allt grátt, festi prikin ofan í holurnar með trélími, spýturnar á prikin og kassinn tilbúinn, sko þegar viðarlímið var orðið þurrt.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo er bara að finna eitthvað sætt og jólalegt til að skreyta flöskurnar með, ég notaði skraut sem ég fann í Rúmfatalagernum, og þú ert komin með jólaskraut sem kostaði ekki neitt. Ef þú átt ekki föndurlager eins og ég þá gæti þetta kostað þig eitthvað, en þú verður að viðurkenna það, þetta er krúttlegt.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 „Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 4. desember sýnir hún hvernig á að gera flöskuskreytingu með textanum JÓL. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirKannist þið við að sjá eitthvað, og vita um leið að þið verðið að gera eins? Þá er ég ekki að tala um að falsa málverk, eða endurskrifa bók, ég er að tala um föndur. Þannig var það með þetta verkefni. Ég sá það og ég hreinlega varð að gera eins. Og ef ég á að vera hreinskilin þá er ég mjög fegin að ég gerði það vegna þess að þetta kom ótrúlega krúttlega út. Ég byrjaði á því að verða mér úti um þrjár svona safaflöskur. Þegar ég var búin að þrífa þær þá málaði ég þær hvítar. Ég notaði kalk málingu eða chalk paint, ég mæli ekki með þessari venjulegu akrýl málningu fyrir þetta, sú málning og glerið eiga ekki samleið. En ef þú átt ekki kalk málningu þá getur þú alltaf spreyjað flöskurnar hvítar eða í þeim lit sem þig langar í.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg átti þessa tré-stafi, en smá vandamál, ég átti ekki L. En neyðin kenndi nöktu konunni að spinna og hún bankaði á öxlina á stafafátæku konunni og hvíslaði ef þú tekur T. klippir það til og snýr því á holf þá ertu komin með L. Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞannig að eftir smá klipp þá var ég komin með JÓL, ég meira að segja gat notað smá af því sem ég klippti af T-inu fyrir kommuna ofan á O-ið. Stafirnir voru svo málaði rauðir.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo borða, tók fram límbyssuna mína, límdi borðann ofarlega á flöskurnar og stafina þar ofan á. Svo tók ég smá reipi og setti utan um stútinn, með smá hjálp frá límbyssunni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að kassanum utan um flöskurnar, vegna þess að allar flöskur þurfa að eignast kassa, ekki satt? Ég mældi og sagaði til viðarplötu og málningahrærispýtur, ég leitaði aðeins í kassann þar sem ég geymi tréhlutina mína, fann þessi prik sem ég klippti niður í fjóra hluta.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar allt var orðið hæfilega langt þá tók ég bor og sagaði aðeins í öll hornin á viðarplötunni, svo að prikin hefðu einhvern stað til að setjast. Ég málaði allt grátt, festi prikin ofan í holurnar með trélími, spýturnar á prikin og kassinn tilbúinn, sko þegar viðarlímið var orðið þurrt.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo er bara að finna eitthvað sætt og jólalegt til að skreyta flöskurnar með, ég notaði skraut sem ég fann í Rúmfatalagernum, og þú ert komin með jólaskraut sem kostaði ekki neitt. Ef þú átt ekki föndurlager eins og ég þá gæti þetta kostað þig eitthvað, en þú verður að viðurkenna það, þetta er krúttlegt.Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 „Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00
„Þetta er í genunum hjá mér“ Kristbjörg Ólafsdóttir segir að hún hafi verið á kafi í jólaföndri í júní. 3. desember 2019 14:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00