Enski boltinn

Carrag­her og N­evil­le ó­sam­mála um hvort að reka eigi Emery

Anton Ingi Leifsson skrifar
Unai Emery líflegur á hliðarlínunni í 2-2 jafnteflinu gegn Southampton um helgina.
Unai Emery líflegur á hliðarlínunni í 2-2 jafnteflinu gegn Southampton um helgina. vísir/getty
Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála í Monday Night Football í gærkvöldi þegar rætt var um hvort að Arsenal ætti að láta Spánverjann, Unai Emery fara.

Gengi Arsenal hefur verið afleitt á tímabilinu en Arsenal hefur einungis unnið fjóra af fyrstu þrettán leikjunum í ensku deildinni.

Staða Emery var til umræðu í þættinum í gær og þeir félagar voru ekki sammála.

„Ég fer aftur til fyrsta Monday Night Football á síðasta ári þegar vð ræddum Unai Emery. Ég vildi sjá stjóra aðlagast mismunandi tímum en Gary vildi að þeir myndu halda sig við sínar reglur. Emery hefur ekki aðlagast og hefur búið til ringulreið,“ sagði Carragher.

„Það er ringulreið meðal stuðningsmanna, meðal leikmanna og ringulreið hjá honum sjálfum. Leikurinn gegn Southampton lýsir síðustu átján mánuðum hjá Emery.“

„Þeir skora mörk því þeir eru með framherja og þeir fá á sig mörk því þeir eru alltaf að reyna spila út úr vörninni. Þeir fá tuttugu skot á sig í hverjum leik og stjórinn er alltaf að breyta uppstillingunni. Hann spilaði með þrjár mismunandi liðsuppstillingar um helgina.“







„Á þessum tímapunkti þá held ég að Unai Emery sé ekki í Meistaradeildargæðum. Hann er Evrópudeildargæði. Frábær ferill og allt sem hann hefur gert en ég held að hann sé ekki sá sem Arsenal þarf,“ bætti Carragher við.

Neville var hins vegar ósammála félaga sínum í settinu í gær og tók upp hanskann fyrir Emery.

„Ég held að það sé splundrun í stjórninni. Þeir hafa séð hvað hefur gerst hjá Manchester United eftir langa veru Sir Alex Ferguson og þeir voru með Arsene Wenger lengur í starfi.“

„United er ekki nær því að vinna deildina en þeir voru fyrir átta árum síðan. Arsenal mun líta á það. Þeir munu anda og halda sig við upphafs ákvörðunina, að ráða hann inn til félagsins, þangað til þeir eru algjörlega vissir um hvað þeir vilja gera - því annars skapa þeir enn meiri ringulreið hjá félaginu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×