Enski boltinn

„Kæmi mér rosa­lega á ó­vart ef E­ver­ton verður ekki í fall­sæti eftir þessa leiki“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vonleysi Everton heldur áfram.
Vonleysi Everton heldur áfram. vísir/getty
Everton er enn ekki búið að reka stjóra sinn, Marco Silva, úr starfi en mikil pressa er á honum eftir enn ein vonbrigði Everton um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Norwich á heimavelli.

Farið var yfir stöðu Silva og Everton-liðsins í þættinum Monday Night Football í gær þar sem Jamie Carragher fór ítarlega yfir stöðuna en hann heldur að Silva fái næstu tvo leiki til að bjarga starfinu.

Rosalega erfitt leikjaprógram bíður Everton en í næstu fimm leikjum mætir liðið Leicester, Liverpool, Chelsea og Manchester United áður en þeir mæta Burnley á heimavelli.







Carragher segir að eftir samtal sitt við marga Everton-menn þá vilji allir hann burt en stjórn Everton sé skipt í tvo hluta; annar hlutinn vill halda Silva en hinn vill kasta honum fyrir glæ.

Gary Neville bættist í umræðuna og hann sagði að endinn á síðasta tímabili hafi boðað gott en þeir hafi verið í bakkgír það sem af er tímabili.

Alla umræðuna um Gylfa Sigurðsson og félaga hans í Everton má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×