Enski boltinn

N­evil­le segir að Sol­skjær verði að vera miskunnar­laus á markaðnum í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær eða morðinginn með barnsandlitið eins og hann er kallaður víða.
Solskjær eða morðinginn með barnsandlitið eins og hann er kallaður víða. vísir/getty
Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær þurfi að rífa upp veskið í janúar eigi ekki illa að fara á Old Trafford.

Manchester United gerði 3-3 jafntefli við Sheffield United í leik sínum um helgina en Man. United var 2-0 undir á tímapunkti í leiknum.

Þrír ungir leikmenn skoruðu fyrir Manchester United í leiknum; Marcus Rashford, Mason Greenwood og Brendon Williams en Neville segir að það vanti meiri reynslu í lið United.

„Þeir eru ekki með eldri leikmenn sem segja þeim hvað er ætlast til af þeim í fótboltaliði. Þeir eru ekki með leiðtogana sem setja staðalinn. Þegar ég fyrst braust inn í aðalliðið þá var fólk þar sem sagði mér hvert ég ætti að fara,“ sagði Neville í gær.

„Mata er á bekknum, Pogba er meiddur, Matic er að Reyna komast burt, Young er á bekknum. Það er öngþveiti í kringum eldri leikmenn liðsins. Sumir eiga ekki framtíð innan liðsins og aðrir eru meiddir. Í meginatriðum eru þeir ekki á vellinum.“





„Það er svo annar hluti að þeir vita ekki hvernig á að koma í útileik í ensku úrvalsdeildinni. Þeir skilja það ekki að það er öðruvísi að spila á Old Trafford og svo á útivelli. Þeir hafa ekki reynsluna. Ole Gunnar Solskjær þarf að fara og eyða peningum, fyrir sjálfan sig, í janúar og kaupa tvo eða þrjá reynslumikla menn.“

Neville segir að Norðmaðurinn verði að krefjast fjármagns af félaginu og segir að þrátt fyrir að hann njóti þess að horfa á ungu leikmennina þá þurfi eldri leikmenn við hlið þeirra.

„Ole verður að vera eigingjarn. Hann verður að vera miskunnarlaus eins og Jose Mourinho og Antonio Conte voru. Hann verður að eyða fjármagni félagsins í janúar og kaupa tvo eða þrjá leikmenn í janúarglugganum. Ef hann kemur inn með reynslu þá verður þessi hópur vel á lífi,“ sagði Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×