Enski boltinn

Völdu úr­­vals­lið ára­tugarins í enska boltanum: Einn leik­maður Liver­pool komst í lið Carrag­her

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carragher og Nevile hressir.
Carragher og Nevile hressir. vísir/getty
Þátturinn Monday Night Football var á sínum stað á Sky Sports í gærkvöldi þar sem þeir Jamie Carragher og Gary Neville fóru yfir liðna umferð í enska boltanum.

Í gær völdu þeir meðal annars lið áratugarins í enska boltanum en leikmenn sem spiluðu í ensku úrvalsdeildinni frá 2010 til 2019 voru gjaldgengir í liðið.

Þeir völdu sitt hvort liðið en liðin voru ansi lík. Sjö af leikmönnunum ellefu voru þeir sömu í báðum liðunum hjá þessum fyrrum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.







Eden Hazard var á miðjunni í liði Neville en frammi hjá Carragher en fremstu þrír hjá Neville voru þeir Harry Kane, Sergio Aguero og Luis Suarez.

Gareth Bale, Sergio Aguero og Eden Hazard voru í fremstu víglínu Carragher en öftustu Film leimen vallarins; varnarlínan og markvörðurinn voru þeir sömu í báðum liðunum.

Liðin má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×