Enski boltinn

Fékk boltann í augað og þarf að hætta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sam Ward í leik með landsliði Bretlandseyja.
Sam Ward í leik með landsliði Bretlandseyja. vísir/getty
Sam Ward, enski hokkíleikmaðurinn, hefur neyðst til þess að leggja skóna á hilluna eftir að hafa misst sjónina á vinstra augu.

Þessi 28 ára gamli landsliðsmaður fékk boltann í augað í forkeppni Ólympíuleikanna er Bretland spilaði gegn Malasíu 3. nóvember.

Ward skoraði tvisvar í leiknum og hjálpaði Bretlandseyjum að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó en sjónhimnan losnaði frá auganu.





Hann skoraði 72 mörk í 126 leikjum fyrir Bretland og England en Ward spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2014. Hann spilaði á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×