Enski boltinn

Klopp segir fólki að gleyma ekki Leicester og Chelsea í titilbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp er rólegur þrátt fyrir gott forskot.
Klopp er rólegur þrátt fyrir gott forskot. vísir/getty
Liverpool er komið í ansi góða stöðu í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með átta stiga forskot á Leicester og níu stiga forskot á ríkjandi meistara í Manchester City.

Evrópumeistararnir unnu 2-1 sigur á Crystal Palace um helgina þökk sé marki frá Roberto Firmino er um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Margir tala um að Liverpool sé kominn langleiðina með titilinn en liðið hefur ekki tapað í fyrstu þrettán umferðunum. Jurgen Klopp, stjóri Livepool, er ekki á sama máli.

„Það eru einungis átta stig niður í Leicester og við getum ekki gleymt þeim. Þeir voru meistarar fyrir þremur eða fjórum árum og Chelsea hefur spilað ótrúlega það sem af er leiktíð,“ sagði Klopp og hélt áfram:







„Ef við hefðum tapað leiknum gegn Palace þá værum við skyndilega bara fimm stigum á undan og þá væri fólk að tala um allt aðra hluti.“

„Það sem skiptir mestu máli er að við höldum ró okkar. Við hugsum ekki um stigin, heldur ekki um bilið. Við hugsum um næsta leik. Vonandi getum við haldið áfram þannig,“ sagði sá þýski.

Liverpool mætir Napoli í vikunni áður en þeir spila á heimavelli gegn Brighton um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×