Enski boltinn

Klopp segir að Van Dijk eigi að vinna Ball­on d'Or frekar en Messi og Ron­aldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og hollenski landsliðsmaðurinn.
Klopp og hollenski landsliðsmaðurinn. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að miðvörður hans, Virgil van Dijk, eigi skilið að vinna Ballon d'Or, Gullknöttinn, frekar en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

30 manna listi var tilkynntur í október en þeir sem eru á þeim lista eiga möguleika á að vinna Gullknöttinn. Van Dijk var á honum ásamt liðsfélögum sínum Sadio Mane, Mo Salah, Alisson, Georginio Wijnaldum og Roberto Firmino.

„Ef þú gefur Ballon d’Or til besta leikmanns þessarar kynslóðar þá myndiru alltaf gefa þetta til Messi. Þannig er þetta bara,“ sagði Klopp er hann ræddi um Gullknöttinn.





„En ef þú gefur þetta til besta leikmann síðasta tímabils þá er það Virgil van Dijk. Ég veit ekki hvernig þetta virkar en svona sé ég þetta.“

„Besti leikmaðurinn af þeim öllum? Það er Lionel. Besti leikmaður síðustu leiktíðar? Það er Virgil. Við munum bíða og sjá.“

Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Crystal Palace um helgina. Roberto Firmino skoraði sigurmarkið seint í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×