Lýðræðissinnar unnu stórsigur í Hong Kong Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 23:30 Mikil gleði braust út þegar fyrstu niðurstöður bárust. AP/Kin Cheung Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða. Fylla þurfti 452 sæti í héraðsstjórninni. Þegar þetta er skrifað höfðu lýðræðissinnar unnið 201 sæti af þeim 241 þar sem niðurstöður lágu fyrir. Þeir sem eru hliðhollir yfirvöldum í Peking höfðu náð aðeins 28 sætum. Því er ljóst að töluverð breyting verður á skipan héraðsstjórnarinnar því að fyrir kosningarnar var meirihluti héraðsstjórnarmanna hliðhollur yfirvöldum í Peking.Metfjöldi greiddi atkvæði í kosningunum. Talið er að kjörsókn hafi verið 71 prósent sem þýðir að um 2,9 milljónir greiddu atvæði í kosningunum. Aðeins 47 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu héraðsstjórnarkosningum sem haldnar voru árið 2015. Litið hefur verið á kosningarnar sem prófstein á stuðning við Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Mótmælendur sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum vonuðust til þess að senda kínverskum stjórnvöldum skýr skilaboð nú þegar mótmæli hafa staðið yfir í um fimm mánuði í Hong Kong.Langar raðir mynduðust við kjörstaði strax í morgun en óttast hefur verið að kjörstöðum kynni að verða lokað ef átök myndu brjótast út. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu hvatt mótmælendur til að halda friðinn á kjördag til að koma í veg fyrir það, en kosningarnar virðast farið friðsamlega fram að því er BBC greinir frá.Héraðsstjórnin hefur aðallega stjórn á hversdagslegum málum á borð við almenningssamgöngur og sorpmál. Héraðsstjórnarmenn hafa þó einhver ítök þegar kemur að því að velja æðsta stjórnanda Hong Kong.Lam, sem gegnir því embætti, greiddi atkvæði í kosningunum og hét hún því að hún myndi hlusta betur á héraðsstjórnarmenn.Fréttaritari BBC í Hong Kong segir að enginn hafi getað gert sér í hugarlund að lýðræðissinnar myndu vinna svo mikinn stórsigur í kosningunum, ljóst sé að þrýstingur á Lam um að hlustað verði á kröfur mótmælanda muni aukast vegna úrslita kosninganna. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00 Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða. Fylla þurfti 452 sæti í héraðsstjórninni. Þegar þetta er skrifað höfðu lýðræðissinnar unnið 201 sæti af þeim 241 þar sem niðurstöður lágu fyrir. Þeir sem eru hliðhollir yfirvöldum í Peking höfðu náð aðeins 28 sætum. Því er ljóst að töluverð breyting verður á skipan héraðsstjórnarinnar því að fyrir kosningarnar var meirihluti héraðsstjórnarmanna hliðhollur yfirvöldum í Peking.Metfjöldi greiddi atkvæði í kosningunum. Talið er að kjörsókn hafi verið 71 prósent sem þýðir að um 2,9 milljónir greiddu atvæði í kosningunum. Aðeins 47 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu héraðsstjórnarkosningum sem haldnar voru árið 2015. Litið hefur verið á kosningarnar sem prófstein á stuðning við Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Mótmælendur sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum vonuðust til þess að senda kínverskum stjórnvöldum skýr skilaboð nú þegar mótmæli hafa staðið yfir í um fimm mánuði í Hong Kong.Langar raðir mynduðust við kjörstaði strax í morgun en óttast hefur verið að kjörstöðum kynni að verða lokað ef átök myndu brjótast út. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu hvatt mótmælendur til að halda friðinn á kjördag til að koma í veg fyrir það, en kosningarnar virðast farið friðsamlega fram að því er BBC greinir frá.Héraðsstjórnin hefur aðallega stjórn á hversdagslegum málum á borð við almenningssamgöngur og sorpmál. Héraðsstjórnarmenn hafa þó einhver ítök þegar kemur að því að velja æðsta stjórnanda Hong Kong.Lam, sem gegnir því embætti, greiddi atkvæði í kosningunum og hét hún því að hún myndi hlusta betur á héraðsstjórnarmenn.Fréttaritari BBC í Hong Kong segir að enginn hafi getað gert sér í hugarlund að lýðræðissinnar myndu vinna svo mikinn stórsigur í kosningunum, ljóst sé að þrýstingur á Lam um að hlustað verði á kröfur mótmælanda muni aukast vegna úrslita kosninganna.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00 Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00
Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15
Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04
Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11