Enski boltinn

Emery veit að hann getur gert betur hjá Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery hugsi á hliðarlínunni í gær.
Emery hugsi á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, er viss um að hann geti gert betur með liðið en gengi Lundúnarliðsins hefur verið afleitt að undanförnu.

Í gær gerði li ðið 2-2 jafntefli við Southampton á heimavelli en Alexander Lacazette bjargaði stigi fyrir fyrir Arsenal á 96. mínútu. Southampton er í fallsæti.

Emery hefur einungis unnið tvo af síðustu ellefu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni og er mikil pressa komin á Spánverjann.

„Ég veit að við þurfum að tengjast stuðningsmönnunum. Félagið styður mig alla daga og ég ber ábyrgðina. Ég get gert betur og við erum að reyna bæta frammistöðuna. Það er erfitt en við munum reyna enn meira á næstu dögum,“ sagði Emery.







Þegar Lacazette jafnaði á 96. mínútu brutust ekki út mikil fagnaðarlæti á vellinum og meðal leikmanna Arsenal. Emery segir það skiljanlegt.

„Það er dæmi hvernig leikmönnunum leið. Þeim leið eins og eitt stig væri ekki nóg. Ég skil stuðningsmennina. Þeir eru svekktir, vonsviknir og pirraður. Leikmennirnir eru það einnig,“ sagði Emery.

Arsenal er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með átjan stig en hefur einungis unnið fjóra af fyrstu þrettán leikjunum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×