Enski boltinn

Glað­beittur Mourin­ho: Eyddi nokkrum mínútum með Dele Alli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og Dele Alli er hinum síðarnefnda var skipt af velli.
Mourinho og Dele Alli er hinum síðarnefnda var skipt af velli. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var ánægður með lærisveina sína eftir 3-2 sigur Tottenham á West Ham í dag í frumraun Mourinho með Tottenham-liðið.

Tottenham komst í 3-0 í leiknum en West Ham minnkaði muninn seint í leiknum. Mourinho segir að það mikilvægasta hafi verið stigin þrjú og þau hafi komið í hús.

„Ég var mjög ánægður áður en við fengum þessi tvö mörk á okkur. Við vorum að spila vel og gera það sem við höfðum æft. Við fengum færið til að koma þessu í 4-0 og drepa leikinn,“ sagði Mourinho í leikslok.

„Við erum heppnir að ég hef verið í svo mörg ár í ensku úrvalsdeildinni svo ég sagði leikmönnunum að þótt við værum 3-0 yfir á 85. mínútu þá væri þetta enn opið.“

„Það voru líka margir hlutir sem spiluðu inn í. Tilfinningarnar frá fyrrum þjálfara, fólk að koma til baka frá landsliðum sínum og þreytan síðustu tuttugu mínúturnar.“







„Það mikilvægasta var að vinna og það skipti ekki máli hvernig. Strákarnir eru sáttir og það er það sem ég vildi.“

Dele Alli átti frábæran leik í dag en hann hefur verið skugginn að sjálfum sér að undanförnu.

„Ég er ánægður með hann. Ég eyddi nokkrum mínútum með honum á æfingum og fyrir utan æfingavöllinn. Við sögðum að hinn besti Dele Alli þyrfti að snúa aftur.“

„Hann er of góður til þess að vera ekki einn af besti leikmönnum heims og að spila með landsliði sínu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×