Mauricio Pochettino var rekinn á miðvikudaginn og Mourinho tók við en hann hafði fyrr á ferlinum sagt að hann myndi taka aldrei taka við Tottenham.
Lampard var spurður út í þetta á blaðamannafundi gærdagsins en Chelsea leikur við Manchester City á í dag í stórleik helgarinnar.
„Ég get sagt klárt nei og þið getið endurtekið það eftir tíu ár,“ sagði Lampard.
: "Could you ever see yourself at Tottenham?"
Frank Lampard: "I can firmly say no." #Chelsea#Lampard#CFC#Tottenham#PLpic.twitter.com/876f8eee6v
— Omnisport (@OmnisportNews) November 22, 2019
„Það mun ekki gerast en hlutirnir eru mismunandi. Jose Mourinho hefur unnið í mörgum knattspyrnufélögum og við verðum að virða hans ákvörðun.“
Leikur City og Chelsea er á Etihad-leikvanginum í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.30.