City upp fyrir Chelsea eftir sigur í stórleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mahrez fagnar.
Mahrez fagnar. vísir/getty
Manchester City er komið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Chelsea í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Liðin mættust á Etihad-leikvanginum í kvöld en fyrsta mark leiksins skoraði N'Golo Kante. Hann fékk boltann inn fyrir vörn Manchester City og kláraði færið vel.

Adam var ekki lengi í paradís fyrir Chelsea því átta mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Kevin De Bruyne jafnaði þá með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni.

Sigurmarkið kom einnig í fjörugum fyrri hálfleiknum en það gerði Riyad Mahrez á 37. mínútu eftir laglegan einleik.





Raheem Sterling virtist vera skora þriðja mark City í uppbótartíma en eftir skoðun VARsjánnar var dæmd rangstaða á enska landsliðsmanninn. Lokatölur því 2-1 sigur City.

City er í 3. sætinu með 28 stig, níu stigum á eftir toppliði Liverpool en stigi á eftir Leicester sem er í öðru sætinu.

Chelsea er í fjórða sætinu með 26 stig, sjö stigum á undan Wolves, sem er í fimmta sætinu en fjögur efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira