Gylfi fyrir­­liði er hrak­­farir E­ver­ton héldu á­­fram | Arsenal bjargaði stigi gegn Sout­hampton á 96. mínútu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Torreira trúir ekki sínum eigin augum.
Torreira trúir ekki sínum eigin augum. vísir/getty
Vandræði Everton halda áfram en í dag tapaði liðið 2-0 fyrir botnliði Norwich á heimavelli.

Fyrsta mark leiksins kom á 55. mínútu. Teemu Pukki kom þá boltanum á Todd Cantwell sem skoraði fyrsta og eina mark leiksins.

Gestirnir tvöfölduðu svo forystuna í uppbótartíma er Dennis Srbeny sigldi í gegnum vörn Everton og skoraði.

Everton er í 15. sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir þrettán leiki en Norwich lyfti sér af botninum upp í 19. sætið með sigrinum.

Gylfi lék allan leikinn fyrir Everton og bar fyrirliðabandið.





Annað lið í vandræðum, Arsenal, tapaði einnig stigum í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Southampton. Danny Ings kom Southampton yfir á 8. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Alexandre Lacazette.

Southampton komst aftur yfir er James Ward Prowse skoraði á 71. mínútu. Hann lét Bernd Leno verja frá sér vítaspyrnu en fylgdi á eftir og skoraði.

Alexandre Lacazette jafnaði metin í uppbótartíma og bjargaði stigi fyrir heimamenn en Arsenal er með sautján stig í 9. sæti deildarinnar.

Southampton er á botninum með átta stig.





Leicester vann 2-0 sigur á Brighton á útivelli. Ayoze Perez kom Leicester yfir á 64. mínútu og átta mínútum fyrir leikslok skoraði Jamie Vardy eftir mikið VAR-fíaskó.

Leicester er í 2. sætinu með 29 stig en Brighton er í 12. sætinu með fimmtán stig.

Öll úrslit dagsins:

West Ham - Tottenham 2-3

Bournemouth - Wolves 1-2

Arsenal - Southampton 2-2

Brighton - Leicester 0-2

Crystal Palace - Liverpool 1-2

Everton - Norwich 0-2

Watford - Burnley 0-3

17.30 Man. City - Chelsea

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira