Enski boltinn

Maguire segir Meistaradeildarsæti í sjónmáli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry með fyrirliðabandið á laugardag.
Harry með fyrirliðabandið á laugardag. vísir/getty
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, segir topp fjögur sætin í sjónmáli eftir góð úrslit United í síðustu viku.

Eftir sigur á Tottenham í miðri viku fóru United-menn yfir á Etihad-leikvanginn og sótti þar þrjú stig með 2-1 sigri á Englandsmeisturunum í Man. City.

Enski landsliðsmaðurinn, sem var með fyrirliðabandið á laugardaginn, er ánægður með framgöngu United síðustu vikur.

„Ég held að þú þurfir að horfa á úrslitin hjá sjálfum þér. Ekki að horfa á eitthvað annað og halda áfram að vinna leiki. Við höfum nú unnið Tottenham og City og það er annar stórleikur um næstu helgi,“ sagði Englendingurinn.

„Topp fjögur sætin eru í sjónmáli og við þurfum að halda áfram að horfa á okkar eigin úrslit, reyna ná í stigin þrjú og halda áfram að bæta okkur.“







„Síðasta mánuðinn hefur mér sem varnarmanni liðið þannig að framherjar okkar eru að fara skora mörk. Í byrjun tímabilsins skoruðum við ekki meira en eitt mark í leik en núna erum við byrjaðir að skora aftur.“

„Þeir eru hættulegir. Þeir eru allir topp leikmenn með mikil gæði og ég held að þetta sé allt saman að smella saman,“ sagði sá enski.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×