Áttundi deildarsigur Leicester í röð | Nýliðarnir í 8. sætið eftir endurkomusigur Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2019 15:45 Jamie Vardy léttur í dag. vísir/getty Brendan Rodgers og lærisveinar hans hjá Leicester eru á fljúgandi siglingu í enska boltanum um þessar mundir en þeir unnu sinn áttunda deildarleikinn í röð er þeir rúlluðu yfir Aston Villa, 4-1. Það kom fáum á óvart að fysrta markið skoraði Jamie Vardy en það kom á 20. mínutu. Kelechi Iheanacho tvöfaldaði svo forystuna á 40. mínútu en Jack Grealish minnkaði muninn á 45. mínútu. Þriðja mark Leicester kom svo eftir hornspyrnu en það skoraði varnarmaðurinn Jonny Evans og fjórða og síðasta mark Leicester gerði Vardy stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.Jamie Vardy has scored more league goals (25) since Brendan Rodgers' first game in charge of Leicester than Lionel Messi (23). Unbelievable form. pic.twitter.com/x2tAsya3bB — Squawka Football (@Squawka) December 8, 2019 Áttundi sigur Leicester í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með 38 stig. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool en Aston Villa er í 17. sætinu. Newcastle vann 2-1 sigur á Southampton. Danny Ings kom Southampton yfir en tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Newcastle sigurinn. Jonjo Shelvey jafnaði metin á 68. mínútu og sigurmarkið skoraði Federico Fernandez á 87. mínútu.FULL TIME Newcastle 2-1 Southampton A header from Jonjo Shelvey and a late goal from Federico Fernandez secure the comeback #NEWSOUpic.twitter.com/7RgCC63Pkd — Premier League (@premierleague) December 8, 2019 Newcastle er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig en Southampton er í fallsæti, nánar tiltekið 18. sætinu með fimmtán stig. Nýliðar Sheffield United eru svo komnir í 8. sætið eftir 2-1 sigur á Norwich á útivelli. Alexander Tettey kom Norwich yfir á 27. mínútu en tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks frá Enda Stevens og George Baldock tryggðu United sigur.FULL-TIME Norwich 1-2 Sheff Utd The visitors fight back in the second half to claim all three points#NORSHUpic.twitter.com/7IJpigu9b4 — Premier League (@premierleague) December 8, 2019 Sheffield er sem áður segir í áttunda sætinu en Norwich er í 19. sætinu með ellefu stig. Enski boltinn
Brendan Rodgers og lærisveinar hans hjá Leicester eru á fljúgandi siglingu í enska boltanum um þessar mundir en þeir unnu sinn áttunda deildarleikinn í röð er þeir rúlluðu yfir Aston Villa, 4-1. Það kom fáum á óvart að fysrta markið skoraði Jamie Vardy en það kom á 20. mínutu. Kelechi Iheanacho tvöfaldaði svo forystuna á 40. mínútu en Jack Grealish minnkaði muninn á 45. mínútu. Þriðja mark Leicester kom svo eftir hornspyrnu en það skoraði varnarmaðurinn Jonny Evans og fjórða og síðasta mark Leicester gerði Vardy stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.Jamie Vardy has scored more league goals (25) since Brendan Rodgers' first game in charge of Leicester than Lionel Messi (23). Unbelievable form. pic.twitter.com/x2tAsya3bB — Squawka Football (@Squawka) December 8, 2019 Áttundi sigur Leicester í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með 38 stig. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool en Aston Villa er í 17. sætinu. Newcastle vann 2-1 sigur á Southampton. Danny Ings kom Southampton yfir en tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Newcastle sigurinn. Jonjo Shelvey jafnaði metin á 68. mínútu og sigurmarkið skoraði Federico Fernandez á 87. mínútu.FULL TIME Newcastle 2-1 Southampton A header from Jonjo Shelvey and a late goal from Federico Fernandez secure the comeback #NEWSOUpic.twitter.com/7RgCC63Pkd — Premier League (@premierleague) December 8, 2019 Newcastle er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig en Southampton er í fallsæti, nánar tiltekið 18. sætinu með fimmtán stig. Nýliðar Sheffield United eru svo komnir í 8. sætið eftir 2-1 sigur á Norwich á útivelli. Alexander Tettey kom Norwich yfir á 27. mínútu en tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks frá Enda Stevens og George Baldock tryggðu United sigur.FULL-TIME Norwich 1-2 Sheff Utd The visitors fight back in the second half to claim all three points#NORSHUpic.twitter.com/7IJpigu9b4 — Premier League (@premierleague) December 8, 2019 Sheffield er sem áður segir í áttunda sætinu en Norwich er í 19. sætinu með ellefu stig.