Liverpool í engum vandræðum á suðurströndinni Anton Ingi Leifsson skrifar 7. desember 2019 16:45 Chamberlain fagnar fyrsta markinu. vísir/getty Liverpool lenti í engum vandræðum með Bournemouth er liðin mættust í enska boltanum í dag. Leikið var á Vitality-leikvanginum á suðurströnd Englands og lokatölur 3-0. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum og heimamenn í Bournemouth fengu nokkrar lofandi sóknir en það kom þó engum á óvart að fyrsta markið hafi verið Liverpool. Jordan Henderson sá þá glæsilegt hlaup Alex Oxlade-Chamberlain inn fyrir vörn Bournemouth. Chamberlain kláraði svo færið vel og Evrópumeistararnir komnir yfir. Þeir tvöfölduðu svo forystuna fyrir hlé er Naby Keita skoraði og þeir hefðu getað bætt þriðja markinu við fyrir hlé en brást bogalistinn. 2-0 í hálfleik.16 - Of the 18 outfield players to feature for Liverpool in the Premier League this season, Naby Keita is the 16th to score; only in 2015-16 have they had more different scorers in a single Premier League campaign (17). Plethora. pic.twitter.com/X81GWpKq51 — OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2019 Það var ljóst frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks í hvað stefndi. Leikmenn Bournemouth hugsuðu meira um að verja sitt mark en að kasta öllum fram. Leikurinn eftir því. Þriðja og síðasta mark leiksins kom á 54. mínútu er Mohamed Salah skoraði. Hann fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörn heimamanna og kláraði færið eins og honum einum er lagið. Lokatölur 3-0.63 - Mohamed Salah has scored his 63rd goal in his 100th Premier League appearance; only Alan Shearer (79), Ruud van Nistelrooy (68) and Sergio Aguero (64) scored more in their first 100 games in the competition than the Egyptian. King. pic.twitter.com/sPlH1LiFRJ — OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2019 Liverpool er því enn taplaust í deildinni en liðið er með ellefu stiga forskot á Leicester sem leikur á morgun gegn Aston Villa á útivelli. Bournemouth hefur hins vegar tapað fimm leikjum í röð og er að færast nær botnbaráttunni. Þeir eru í 15. sætinu með 16 stig. Enski boltinn
Liverpool lenti í engum vandræðum með Bournemouth er liðin mættust í enska boltanum í dag. Leikið var á Vitality-leikvanginum á suðurströnd Englands og lokatölur 3-0. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum og heimamenn í Bournemouth fengu nokkrar lofandi sóknir en það kom þó engum á óvart að fyrsta markið hafi verið Liverpool. Jordan Henderson sá þá glæsilegt hlaup Alex Oxlade-Chamberlain inn fyrir vörn Bournemouth. Chamberlain kláraði svo færið vel og Evrópumeistararnir komnir yfir. Þeir tvöfölduðu svo forystuna fyrir hlé er Naby Keita skoraði og þeir hefðu getað bætt þriðja markinu við fyrir hlé en brást bogalistinn. 2-0 í hálfleik.16 - Of the 18 outfield players to feature for Liverpool in the Premier League this season, Naby Keita is the 16th to score; only in 2015-16 have they had more different scorers in a single Premier League campaign (17). Plethora. pic.twitter.com/X81GWpKq51 — OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2019 Það var ljóst frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks í hvað stefndi. Leikmenn Bournemouth hugsuðu meira um að verja sitt mark en að kasta öllum fram. Leikurinn eftir því. Þriðja og síðasta mark leiksins kom á 54. mínútu er Mohamed Salah skoraði. Hann fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörn heimamanna og kláraði færið eins og honum einum er lagið. Lokatölur 3-0.63 - Mohamed Salah has scored his 63rd goal in his 100th Premier League appearance; only Alan Shearer (79), Ruud van Nistelrooy (68) and Sergio Aguero (64) scored more in their first 100 games in the competition than the Egyptian. King. pic.twitter.com/sPlH1LiFRJ — OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2019 Liverpool er því enn taplaust í deildinni en liðið er með ellefu stiga forskot á Leicester sem leikur á morgun gegn Aston Villa á útivelli. Bournemouth hefur hins vegar tapað fimm leikjum í röð og er að færast nær botnbaráttunni. Þeir eru í 15. sætinu með 16 stig.