Enski boltinn

Segja E­ver­ton hafa sett sig í sam­band við Pochettino

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino var í Argentínu á dögunum þar sem hann skellti sér meðal annars á völlinn.
Pochettino var í Argentínu á dögunum þar sem hann skellti sér meðal annars á völlinn. vísir/getty
Blaðamaður The Times á Englandi, Paul Joyce, greinir frá því í morgun að Everton hafi sett sig í samband við umboðsfólk Mauricio Pochettino.

Everton leitar nú að næsta stjóra félagsins eftir að Marco Silva fékk sparkið í gærkvöldi eftir hörmulegt gengi liðsins að undanförnu en liðið situr í fallsæti.

Pochettino var rekinn frá Tottenham um miðjan nóvember en hann hefur verið í fríi í Argentínu. Nú vill Everton freista þess að fá hann til starfa á Goodison Park.







Telja má óraunverulegt að Pochettino verði næsti stjóri Gylfa Sigurðssonar og félaga en hann er talinn horfa til stærri félaga líkt og Manchester United.

Fyrr í dag var þó greint frá því að hann myndi ekki verða næsti stjóri Bayern Munchen samkvæmt heimildum Bild.

Everton mætir Chelsea á laugardaginn en harðjaxlinn og fyrrum leikmaður félagsins, Duncan Ferguson, stýrir liðinu í þeim leik.


Tengdar fréttir

Everton vill stjóra Shanghai SIPG

Sky Sports fréttastofan hefur það eftir heimildum sínum að efsti maðurinn á óskalista Everton yfir næst stjóra liðsins sé Vitor Pereira, þjálfair Shanghai SIPG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×