Enski boltinn

„Leikmennirnir elska Solskjær“

Anton Ingi Leifsson skrifar
McTominay og Solskjær í leik fyrr á leiktíðinni.
McTominay og Solskjær í leik fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, segir að leikmenn félagsins séu ánægðir með Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, og vonast til að hann verði lengi í starfi.

Norðmaðurinn létti aðeins pressuna á sér með sigri á Jose Mourinho og lærisveinum hans í Tottenham fyrr í vikunni en framundan bíður grannaslagur gegn Manchester City.

„Ég les ekki mikið hvað er sagt á netinu eða í blöðunum. Það er verkefni okkar leikmanna að afra út og standa sig eins vel og hægt er því við elskum hann. Við elskum hann sem hópur,“ sagði Skotinn.







„Vonandi getum við farið að setja saman fleiri góðar frammistöður. Sum stigin sem við höfum tapað á tímabilinu hafi ekki gefið rétta mynd af frammistöðunni svo vonandi getum við bætt í núna.“

McTominay hefur verið á meiðslalistanum en hann sá liðið meðal annars gera jafntefli við nýliðanna í Sheffield United og Aston Villa en hann var mættur aftur í liðið gegn Tottenham.

„Það voru vonbrigði að horfa á tvo eða þrjá leiki frá hliðarlínunni. Þegar ég er að horfa, er ég jafn stressaður og þegar ég er á vellinum. Það var frábært andrúmsloftið gegn Tottenham,“ sagði McTominay.

United er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×