Enski boltinn

Klopp fljótari en Ferguson í 100 sigurleiki í úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þakklátur Klopp eftir sigurinn í gær.
Þakklátur Klopp eftir sigurinn í gær. vísir/getty
Jurgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool síðan hann tók við félaginu og það sést einna best á tölfræðinni.

Sigurleikur Liverpool á Everton í gær var 100. sigur Klopp með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann tók við félaginu í byrjun október árið 2015.

Það tók þann þýska einungis 159 leiki að ná þessum hundrað leikjum en Liverpool hefur enn ekki tapað deildarleik á þessu ári. Síðasta tapið kom gegn Man. City í janúar.







Það er einungis Jose Mourinho sem hefur verið fljótari í hundrað sigurleiki en það tók þann portúgalska 142 leiki. Sir Alex Ferguson er í 3. sætinu en það tók þann skoska 162 leiki.







Liverpool er með átta stiga forskot á Leicester á toppi deildarinnar en Englandsmeistarar Man. City eru í 3. sætinu, ellefu stigum á eftir Liverpool.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×