Enski boltinn

Öll skotin í fyrri hálfleiknum á Anfield í gær fóru inn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Púlarar fagna.
Púlarar fagna. visir/getty
Grannaslagur Liverpool og Everton var heldur betur mikið fyrir augað en Evrópumeistararnir höfðu betur 5-2 en staðan var 4-2 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Ótrúlegur fyrri hálfleikur.

Liverpool komst í 2-0 eftir stundarfjórðung með mörkum frá Divock Origi og Xherdan Shaqiri en Michael Keane minnkaði muninn á 21. mínútu.

Divock Origi og Sadio Mane komu Liverpool svo í 4-1 fyrir hlé en Richarlison lagaði stöðuna fyrir þá bláklæddu áður en liðin gengu til búningsherbergja.

Það var athyglisverð tölfræði sem birtist hjá tölfræðiveitunni OptaJoe í hálfleik á leiknum í gær en öll sex skot fyrri hálfleiksins fóru í netið.







Liverpool átti fjögur skot á markið hjá Everton sem fóru öll beint í netið og sömu sögu má segja af þeim tveimur skotum sem Everton átti á markið.

Liverpool eftir sigurinn áfram taplaust á toppi deildarinnar en liðið er með átta stiga forskot á Leicester sem er í öðru sætinu.

Everton er komið í fallsæti en liðið er með fjórtán stig eftir fimmtán leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×