Enski boltinn

Mourinho um hótellífið: Ég hefði þurft að þrífa sjálfur, strauja og elda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho er ekki sterkur á straujárninu.
Mourinho er ekki sterkur á straujárninu. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur varið þá ákvörðun sína um að hafa ákveðið að búa á hóteli er hann stýrði Manchester United.

Margir gagnrýndu ákvörðun Portúgalans að vera á hóteli á þeim tíma sem hann var með Manchester United en hann lifði allan tímann á Lowry hótelinu í borginni.

„Ég hefði verið ósáttur ef ég hefði þurft að búa í mínu húsi. Ég hefði þurft að þrífa, ég vil ekki gera það. Ég hefði þurft að strauja, ég veit ekki hvernig á að gera. Ég hefði þurft að elda; ég hefði eldað egg og pylsur því það er eina sem ég kann,“ sagði Mourinho léttur í gær.

„Ég bjó í frábærri íbúð. Þetta var ekki bara herbergi. Þetta var mitt allan tímann. Þetta var ekki þannig að eftir viku þurfti ég að yfirgefa herbergið. Nei, þetta var mitt. Ég skildi allt eftir þarna; tölvuna, bókina, sjónvarpið. Þetta var herbergi með: komdu með kaffi latte, takk eða ég vil ekki fara niður í mat, komiði með matinn upp.“







„Ef ég var að hora á fótbolta eða vinna með einum af aðstoðarþjálfurum mínum gat ég bara beðið um mat. Ég hafði allt. Ef ég hefði verið í íbúð hefði þetta verið mikið erfiðara. Ég var ánægður, mjög ánægður.“

Portúgalinn hefur farið vel af stað með með Tottenham en hann hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína með Lundúnarliðið.

Hann fær svo fyrsta alvöru stóra prófið í kvöld er liðið mætir á Old Trafford en Tottenham er í 6. sætinu með 20 stig. Manchester United er í 10. sætinu með átján stig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×