Enski boltinn

Solskjær: Stuðningsmennirnir skilja hvað ég er að reyna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á blaðamannafundi gærdagsins.
Solskjær á blaðamannafundi gærdagsins. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn með stuðningsmennina á bakvið sig og að þeir skildu hvað hann væri að reyna gera hjá félaginu.

Norðmaðurinn hefur verið undir mikilli pressu að undanförnu og ekki minnkaði hún um liðna helgi er United gerði 2-2 jafntefli við Aston Villa á heimavelli. Versta byrjun United í 31 ár staðreynd.

Í kvöld er það svo stórleikur er Jose Mourinho og lærisveinar hans í Tottenham mæta á Old Trafford.





„Fyrir mér þá verð ég að trúa þeim stuðningsmönnum sem ég hef hitt og það eru ekki margir sem segja að ég þurfi að gera eitthvað öðruvísi. Þeir sjá hvað ég er að reyna að gera,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í gær.

„Þeir vita að það fer mikil vinna fram fyrir aftan tjöldin og að koma ákveðinni menningu inn í þetta lið og það erum við að reyna. Við þurfum bara úrslit. Þessir sex leikir sem við höfum gert jafntefli í á leiktíðinni, finnst mér við hafa átt að vinna.“

Flautað verður til leiks á Old Trafford í kvöld klukkan 19.30 en leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×