Enski boltinn

Ljós­laust í búnings­klefa City fyrir leikinn í gær en leik­mennirnir skemmtu sér konung­lega

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn City fagna.
Leikmenn City fagna. vísir/getty
Þegar leikmenn Manchester City mættu til leiks á Turf Moor í gærkvöldi og voru að fara spila við Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi var ekki allt með felldu í búningsklefa þeirra.

Það var nefnilega ekkert ljós í búningsklefanum er ensku meistararnir mættu til leiks og voru að fara undirbúa sig undir leikinn. Rafmagnið hafði slegið út í klefanum og ekki tókst að kveikja á því á nýjan leik.





Leikmenn City þurftu því að undirbúa sig í myrkrinu en þá komu vaskir starfsmenn Amazon Prime þeim til bjargar með að lána þeim kastara sína sem þeir notuðu fyrir útsendingu sína.

Amazon Prime hefur keypt hluta réttsins af enska boltanum en þeir eiga réttinn á öllum leikjunum í þessari viku sem og leikjunum tíu sem fara fram 26. og 27. desember.







Ljósleysið virtist þó ekki koma að sök því Manchester City vann nokkuð þægilegan 4-1 sigur og minnkaði forskot Liverpool niður í átta stig, tímabundið að minnsta kosti.

Það var svo kátt á hjalla hjá leikmönnum City þrátt fyrir ekkert ljós í búningsklefanum og sungu þeir lagið Wonderwall með City-stuðningsmönnunum í Oasis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×