Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:48 Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, eftir þingflokksfund Jafnaðarmannaflokksins fyrr í dag. epa Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53