Enski boltinn

Pochettino vill strax aftur út í þjálfun: Sagður horfa til Old Traf­ford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino með þumalinn á lofti.
Pochettino með þumalinn á lofti. vísir/getty
Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, ætlar ekki að taka sér neitt frí frá fótbolta en hann er nú þegar tilbúinn að finna sér annað starf.

Argentínumaðurinn var rekinn frá Tottenham fyrir tæpum tveimur vikum síðan en skarð hans var fyllt með Jose Mourinho sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í starfi.

Hinn 47 ára Pochettino hefur verið í Argentínu undanfarna tíu daga þar sem hann hefur verið í heimsókn hjá fyrrum félagi sína, Newell’s Old Boys, en þar ræddi hann við Fox Sports.







„Það eru fullt af félögum og aðlaðandi verkefni sem ég er til í að taka að mér. Núna er mikilvægast að hreinsa hugann eftir ótrúleg fimm og hálft ár hjá Tottenham,“ sagði Pochettino.

„Markmið mitt er að byggja mig upp á ný og fá sjálfshvatninguna til baka. Ég reikna með að koma til Evrópu og taka ákvörðun um framtíð mína. Á mínum aldri þarf maður ekki tíma til að jafna sig. Ég er reiðubúinn að hlusta á verkefni sem eru lögð fyrir framan mig.“

Samkvæmt Manchester Evening News, MEN, er Argentínumaðurinn horfa til starfsins hjá Manchester United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×