Enski boltinn

Harry Maguire: Erum að bæta okkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire í jafnteflinu um helgina.
Maguire í jafnteflinu um helgina. vísir/getty
Enski landsliðsmiðvörðurinn og leikmaður Manchester United, Harry Maguire, segir að leikur liðsins sé að batna en vonast til að hann verði enn betri.

Rauðu djöflarnir gerðu vonbrigðarjafntefli gegn Aston Villa á heimavelli á laugardaginn er liðin skildu jöfn 2-2 en þetta er versta byrjun félagsins í 33 ár í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið er átta stigum á eftir fjórum efstu sætunum og í næstu tveimur leikjum bíður liðsins alvöru verkefni. Jose Mourinho mætir með Tottenham á Old Trafford á morgun áður en það bíður grannaslagur gegn Man. City.







„Sem lið þá erum við að bæta okkur en við viljum bæta okkur enn meira. Að vinna ekki leiki á heimavelli eru vonbrigði. Við gerðum allt hvað við gátum en þurfum að gera betur og leikurinn á miðvikudag gefur okkur góðan möguleika til þess,“ sagði Maguire.

„Við vorum slakir eftir fyrsta mark þeirra. Það sló okkur út af laginu og við vorum stressaðir. Að fá á okkur mark strax eftir að hafa komist yfir eru vonbrigði. Við réðum yfir leiknum stærstan hluta af síðari hálfleiknum.“

Manchester United mætir, eins og áður segir, Tottenham annað kvöld. Það er í fyrsta skipti sem Jose Mourinho snýr með annað lið á Man. United eftir brottreksturinn frá rauðu djöflunum í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×