Enski boltinn

„Þú getur ekki spilað svona og haldið áfram að komast upp með það“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henderson og Chamberlain í eldlínunni um helgina.
Henderson og Chamberlain í eldlínunni um helgina. vísir/getty
Paul Merson, knattspyrnuspekingur Sky Sports, fer yfir nokkur málefni í sínum vikulega pistla fyrir fréttastofuna þar sem hann gerir upp helgina í enska boltanum.

Meðal efna þessa vikuna er meðal annars Brendan Rodgers, Liverpool og hvernig meiðslin eru að fara illa með Manchester City.

„Þeir eru að vinna á ljótan hátt en von bráðar mun það enda. Þú getur ekki spilað svona og haldið áfram að komast upp með það,“ sagði Merson þegar hann ræddi rauðklædda liðið.

„Þegar þú vinnur deildina þá spilarðu kannski vel tíu sinnum á leiktíðinni ef þú ert heppinn og í hinum leikjunum þarftu bara að ná í úrslit.“







„Það sem er að gerast núna er að þeir eru að ná í úrslit á meðan Man. City er að gera jafntefli. Liverpool hefði unnið leikinn á St. James’ á sunnudaginn því þeir eru að ná í þessi úrslit.“

„Fyrir mörgum árum þegar ég vann deildina með Arsenal þá unnum við alla leikina 1-0. Um leið og við komumst yfir þá sástu að hitt liðið var sigrað. Þegar þú spilar gegn Liverpool þá þarftu að skora tvisvar ef þú ætlar að vinna.“

„Það er stór hlutur að þú þurfir að fara út og vera viss um að þú skorir tvisvar til að mögulega gera bara jafntefli. Það er það sem Liverpool hefur, þeir skora mörk,“ sagði Merson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×