Enski boltinn

Carrag­her furðaði sig á fyrsta liðsvali Ljung­berg: „Þetta kemur á ó­vart“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ljungberg glaður í bragði fyrir leikinn í gær.
Ljungberg glaður í bragði fyrir leikinn í gær. vísir/getty
Jamie Carragher, spekingur Sky Sports, segir að fyrsta byrjunarlið Freddie Ljungberg sem bráðabirgarstjóri hjá Arsenal hafi komið sér mikið á óvart.

Unai Emery var rekinn á föstudaginn og Svíinn tók þar af leiðandi tímabundið við liðinu en í byrjunarliðinu í 2-2 jafnteflinu gegn Norwich mátti sjá leikmenn eins og Shkodran Mustafi og Granit Xhaka.

Þeir hafa fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og myllumerkið #FreddieOut var komið á flug í miðju jafnteflinu gegn Norwich.







„Þetta kom á óvart. Hann setti leikmenn í liðið sem stuðningsmennirnir skilja ekki. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann sér í Mustafi og ég skil það einfaldlega ekki,“ sagði Carragher er hann hitaði upp fyrir leikinn á Sky Sports.

„Sokratis hefur verið mjög slakur. Þetta er ekki auðvelt því ég veit ekki hvað á að gera við öftustu fjóra. Xhaka er svo mættur aftur. Þetta er mjög áhugavert,“ bætti Carragher við.

Arsenal er í 8. sæti ensku úrvalsdeildairnnar, með nítján stig, en liðið er sjö stigum á eftir Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×