Enski boltinn

Segir Arsenal að sækja Rod­gers í stað Allegri sem hugsar bara um varnar­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allegri og Rodgers hafa báðir verið orðaðir við starfið.
Allegri og Rodgers hafa báðir verið orðaðir við starfið. vísir/getty
Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Arsenal, vill að sitt gamla félag sæki Brendan Rodgers sem næsta stjóra félagsins en liðið er sem stendur án stjóra.

Unai Emery var rekinn á föstudaginn eftir að Arsenal tapaði 2-1 gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið og Freddie Ljungberg tók tímabundið við liðinu.

Nú vill Merson að Arsenal beini spjótum sínum að Rodgers í stað Massimiliano Allegri, fyrrum stjóra Juventus, sem hefur einnig verið orðaður við starfið.







„Brendan Rodgers gerir leikmenn betri. Hann er frábær í því. Hann hefur tekið Leicester sem var um miðja deild og gert það að einu besta liði deildarinnar.“

„Arsenal verður að ná í hann. Allegri hugsar bara um varnarleik og hann mun líta á varnarmann Arsenal og klóra sér í hausnum,“ bætti Merson við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×