Enski boltinn

„Dele er ekki miðjumaður“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og Alli léttir.
Mourinho og Alli léttir. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er yfir sig hrifinn af Dele Alli og hrósar honum í hástert fyrir frammistöðu sína hjá Tottenham eftir að Mourinho tók við.

Dele Alli skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Bournemouth er Tottenham vann sinn þriðja sigur af þremur mögulegum undir stjórn.

„Dele er ekki miðjumaður, finnst mér. Við viljum að hann hafi frjálsræðið í að vinna saman með fremstu mönnunum og það er besta staðan hans,“ sagði sá portúgalski eftir sigur Tottenham um helgina.







„Hann er að spila mjög, mjög vel. Ég gæti ekki beðið um meira frá honum. Ég þekkti hann ekki. Hafði bara spilað nokkrum sinnum á móti honum. Ég vissi bara um gæði hans og fyrir leikmenn að hans gæðum er það ekki í boði að vera ekki að spila vel.“

„Stundum eru þeir ekki að spila eins vel og þeir geta en þá er hann einnig góði strákurinn í hópnum. Ekki sjálfselskur sem hugsar bara um sjálfan sig. Alls ekki. Hann er Tottenham strákur, félagsstrákur. Hópurinn er eins og góð fjölskylda og þeir vinna vel saman.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×