Síðan í byrjun októbermánaðar hefur Everton einungis náð í sjö stig af 21 mögulegum og tvö töp í röð gegn Norwich og Leicester hafa aukið pressuna verulega undir Silva.
Stjórnarmenn Everton eru taldir hittast í dag og þá gæti Silva fengið sparkið en stjórnarmennirnir eru sagðir verulega ósáttir með skiptingar Silva í leiknum í gær sem og liðsuppstillinguna.
Everton’s hierarchy will have talks about potentially sacking Marco Silva again tomorrow. Silva could be sacked before the Derby on Wednesday. Board members are said to be furious at Silva’s substitutions and change of formation against Leicester City (Source - Telegraph) pic.twitter.com/1WhxNeVLW7
— The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) December 1, 2019
Everton hefur verið að spila 4-3-3 undir stjórn Silva en í gær þá var því breytt og farið í 5-4-1/3-4-3. Þetta eru stjórnarmenn Everton taldir allt annað en sáttir með.
Silva virtist einnig sætta sig við eitt stig í leiknum í gær er hann skipti Morgan Schneiderlin inn fyrir Alex Iwobi.
Það verður fróðlegt að sjá hvort búið verður að reka stjóra Gylfa Sigurðssonar í dag en liðið leikur gegn Liverpool á miðvikudag.