Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2019 16:00 „Við lögðum ekkert upp með að fara að byggja okkur hús,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir hlæjandi sem flutti ásamt sambýlismanni sínum Orra Helgasyni og tveimur börnum þeirra til Balí fyrir ári. Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Kristín Maríella er ástríðufullur uppeldisfrömuður, hefur á undanförnum árum byggt upp fyrirtæki til að miðla hugmyndafræði um „virðingarríkt uppeldi“, á ensku Respectful parenting. Hún stofnaði Mæðratips á sínum tíma, miðlar uppeldisaðferð á Instagram og hefur haldið námskeið fyrir þúsundir foreldra. Kristín og Orri bjuggu rösk fjögur ár í Singapúr og höfðu margsinnis farið þaðan til Balí í frí, enda stutt á milli. Þau segjast hafa ákveðið fljótt að þau færu ekki frá Asíu án þess að prófa að búa á Balí. Það eru einhverjir töfrar við Balí, segja þau. Í október í fyrra flutti Kristín svo með börnin og leigði hús á Balí. Orri flaug á milli fyrstu mánuðina á meðan hann lauk sínum vinnuskyldum í Singapúr. Fyrstu mánuðina leigðu þau hús í bænum Canggu og leið afskaplega vel í því húsi. „Okkur leið svo vel þarna,“ segir Kristín, „í raun og veru var bara alltaf eins og maður væri að koma inn í sína sveit.“Draumalífið á Balí.Húsið var hins vegar lítið og þarfnaðist viðhalds. Orri var mótfallinn því að fara að byggja en þegar þau voru búin að leita lengi að rétta húsinu til að leigja til frambúðar kom fasteignasalinn eitt sinn heim til þeirra í leiguhúsnæðið. „Og þegar hún kom til okkar í fyrsta skiptið, þá sagði hún, já, nú veit ég af hverju þið finnið ekkert hús, þið eigið að vera hér, Balí er ekkert að fara að leyfa ykkur að finna eitthvert annað hús. Hérna eigið þið bara að vera,“ segir Orri. Þá kviknaði hugmyndin að endurbyggja þetta hús, og þau voru á kafi í þeim framkvæmdum þegar Lóa og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður heimsóttu þau til Balí. Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjáum við þau í innkaupaleiðangri til Ubud, handverksbæjar Balí, þar sem þau eru að leita að ýmsu sem vantar í nýja húsið. En í þættinum fylgjumst við með framgangi framkvæmdanna. Þátturinn er fjórði í röðinni af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Þetta er síðasti þáttur fyrir jól en fjórir verða sýndir eftir jól. Í þáttunum sem eftir eru heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Við lögðum ekkert upp með að fara að byggja okkur hús,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir hlæjandi sem flutti ásamt sambýlismanni sínum Orra Helgasyni og tveimur börnum þeirra til Balí fyrir ári. Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Kristín Maríella er ástríðufullur uppeldisfrömuður, hefur á undanförnum árum byggt upp fyrirtæki til að miðla hugmyndafræði um „virðingarríkt uppeldi“, á ensku Respectful parenting. Hún stofnaði Mæðratips á sínum tíma, miðlar uppeldisaðferð á Instagram og hefur haldið námskeið fyrir þúsundir foreldra. Kristín og Orri bjuggu rösk fjögur ár í Singapúr og höfðu margsinnis farið þaðan til Balí í frí, enda stutt á milli. Þau segjast hafa ákveðið fljótt að þau færu ekki frá Asíu án þess að prófa að búa á Balí. Það eru einhverjir töfrar við Balí, segja þau. Í október í fyrra flutti Kristín svo með börnin og leigði hús á Balí. Orri flaug á milli fyrstu mánuðina á meðan hann lauk sínum vinnuskyldum í Singapúr. Fyrstu mánuðina leigðu þau hús í bænum Canggu og leið afskaplega vel í því húsi. „Okkur leið svo vel þarna,“ segir Kristín, „í raun og veru var bara alltaf eins og maður væri að koma inn í sína sveit.“Draumalífið á Balí.Húsið var hins vegar lítið og þarfnaðist viðhalds. Orri var mótfallinn því að fara að byggja en þegar þau voru búin að leita lengi að rétta húsinu til að leigja til frambúðar kom fasteignasalinn eitt sinn heim til þeirra í leiguhúsnæðið. „Og þegar hún kom til okkar í fyrsta skiptið, þá sagði hún, já, nú veit ég af hverju þið finnið ekkert hús, þið eigið að vera hér, Balí er ekkert að fara að leyfa ykkur að finna eitthvert annað hús. Hérna eigið þið bara að vera,“ segir Orri. Þá kviknaði hugmyndin að endurbyggja þetta hús, og þau voru á kafi í þeim framkvæmdum þegar Lóa og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður heimsóttu þau til Balí. Í myndskeiðinu sem hér fylgir sjáum við þau í innkaupaleiðangri til Ubud, handverksbæjar Balí, þar sem þau eru að leita að ýmsu sem vantar í nýja húsið. En í þættinum fylgjumst við með framgangi framkvæmdanna. Þátturinn er fjórði í röðinni af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Þetta er síðasti þáttur fyrir jól en fjórir verða sýndir eftir jól. Í þáttunum sem eftir eru heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15