Vertonghen hetja Tottenham þegar liðið lyfti sér upp í 5.sæti Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. desember 2019 16:00 Sigurmarkinu fagnað vísir/getty Það var óvænt hetja á Molineux leikvangnum í dag þar sem Wolves og Tottenham áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Brasilíumaðurinn Lucas Moura kom Tottenham yfir snemma leiks og hélt Tottenham forystunni allt þar til á 67.mínútu þegar Adama Traore jafnaði metin. Það stefndi allt í jafntefli þar til í uppbótartíma þegar belgíski varnarmaðurinn Jan Vertonghen gerði sigurmark eftir undirbúning varamannsins Christian Eriksen. Tottenham á fleygiferð undir stjórn Jose Mourinho og er liðið núna komið í 5.sæti deildarinnar með þremur stigum minna en Chelsea í 4.sætinu. Enski boltinn
Það var óvænt hetja á Molineux leikvangnum í dag þar sem Wolves og Tottenham áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Brasilíumaðurinn Lucas Moura kom Tottenham yfir snemma leiks og hélt Tottenham forystunni allt þar til á 67.mínútu þegar Adama Traore jafnaði metin. Það stefndi allt í jafntefli þar til í uppbótartíma þegar belgíski varnarmaðurinn Jan Vertonghen gerði sigurmark eftir undirbúning varamannsins Christian Eriksen. Tottenham á fleygiferð undir stjórn Jose Mourinho og er liðið núna komið í 5.sæti deildarinnar með þremur stigum minna en Chelsea í 4.sætinu.