Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. YLE segir frá því að 99 þingmenn hafi greitt atkvæði með tillögunni, en sjötíu gegn.
Þetta þýðir að Sanna Marin, sem á sæti á finnska þinginu fyrir Jafnaðarmannaflokkinn, er yngsti sitjandi forsætisráðherra í heimi. Ný ríkisstjórn Marin tók við völdum í húsakynnum Finnlandsforseta klukkan 13 að íslenskum tíma.
Marin þakkaði þingheimi fyrir traustið eftir að niðurstaða lá fyrir. Sagði hún að viðræður milli ríkisstjórnarflokkanna séu nauðsynlegar til að byggja upp traust innan ríkisstjórnarinnar, og þá sér í lagi milli Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins. Stjórnarmálinn sé þó límið sem haldi stjórninni saman. Ennfremur sagði Marin að stjórnin öðlist traust meðal almennings með gjörðum sínum og að raungera því sem hefur verið lofað.
Sjá einnig:Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu
Marin mun halda sína fyrstu ræðu sem forsætisráðherra klukkan 14:30 að íslenskum tíma.
Antti Rinne, leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar sem forsætisráðherra á þriðjudaginn fyrir viku eftir að Miðflokkurinn, sem átti sæti í fimm flokka ríkisstjórn, lýsti yfir vantrausti á Rinne. Flokkarnir munu áfram starfa saman, nú undir forystu Marin.
Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin

Tengdar fréttir

Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu
Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi.