Enski boltinn

Segja ekki nafn Özil í lýsingum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mesut Özil hefur verið mikið í sviðsljósinu utan vallar í vetur
Mesut Özil hefur verið mikið í sviðsljósinu utan vallar í vetur vísir/getty

Knattspyrnulýsendur í Kína segja ekki nafn Mesut Özil í lýsingum sínum vegna gagnrýni hans á stjórnsýslu í landinu.

Kínverska sjónvarpsstöðin PPTV hætti að sýna frá leikjum Arsenal eftir að Özil gagnrýndi það hvernig komið er fram við Uighur múslima í Kína.

Stöðin er nú farin að sína leiki Arsenal aftur en ákváðu lýsendurnir að minnast ekkert á Þjóðverjann í lýsingum sínum á leik Arsenal og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla.

Þá er búið að taka Özil út úr kínversku útgáfunni af tölvuleiknum PES.

Özil gagnrýndi ofsóknir gegn Uighur múslimum en það er talið að yfir milljón þeirra sé í haldi í héraðinu Xinjiang.


Tengdar fréttir

Yfir milljón múslimar í fangabúðum

Á sunnudag voru birt skjöl sem lekið hafði verið úr gagnagrunni kínverska Kommúnistaflokksins. Í skjölunum kemur fram að á bilinu ein til ein og hálf milljón múslima er í keðju fangabúða í vesturhluta landsins. Markmiðið er að endurmennta múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×