Enski boltinn

Fyrrum leik­menn Liver­pool áttu ekki orð yfir frammi­stöðu Trent

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnold fagnar marki sínu í gær ásamt fyrirliðanum Jordan Henderson.
Arnold fagnar marki sínu í gær ásamt fyrirliðanum Jordan Henderson. vísir/getty

Trent Alexander-Arnold átti stórkostlegan leik er Liverpool vann 4-0 sigur á Leicester í toppslag í enska boltanum í gær.

Trent skoraði eitt mark auk þess að leggja upp tvö önnur mörk og margir fyrrum leikmenn sem og aðrir sparkspekingar hrósuðu Englendingnum.

Javier Mascherano sem lék með Liverpool frá 2007 til 2010 áður en hann fór til Barcelona lét það duga að skrifa bara nafn bakvarðarins.







Mascherano var ekki eini fyrrum leikmaður Liverpool sem hreifst af frammistöðu unga bakvarðarins því Peter Crouch tók í sama streng.

Framherjinn og fyrrum samherji Mascherano hjá Liverpool sagði fólki að ímynda sér að hægt væri að stýra fótboltaleik frá hægri bakvarðarstöðunni.







Gary Lineker, sjónvarpsstjórnandi, stýrði að sjálfsögðu Match of the Day í gærkvöldi en hann fór einnig aðeins á Twitter og hrósaði Trent.

Hann sagði að hinn 21 árs gamli Englendingur væri grín. Hann væri einfaldlega frábær knattspyrnumaður.




Tengdar fréttir

Staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool sé að enda

Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað.

Draumadesembermánuður fyrir Bobby

Brasilíumaðurinn Roberto Firmino var enn á ný á skotskónum með Liverpool í gærkvöldi en þetta hefur verið frábær jólamánuður fyrir þennan 28 ára leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×