Enski boltinn

Bjarte Myr­hol missir af EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myrhol í landsleik með Noregi.
Myrhol í landsleik með Noregi. vísir/getty

Bjarte Myrhol, landsliðsfyrirliði Noregs, verður ekki með liðinu á EM í janúar en þetta staðfesti norska handknattleikssambandið í dag.

Myrhol hefur undanfarin ár verið að greinast með krabbamein. Fyrst árið 2011 er hann greindist með krabbamein í eista en eftir harða baráttu hafði hann betur.

Í nóvember var hann hins vegar lagður inn á sjúkrahús vegna gat í þörmum sem hann hafði barist við síðan síðasta sumar.

Á Þorláksmessu var hann svo lagður inn á spítala vegna bakslags og nú er það komið í ljós að veikindin halda Myrhol frá handboltavellinum um tíma.







Hann er á leið í aðgerð þann 2. janúar. Aðgerðin átti að fara fram 27. janúar en vegna bakslagsins er ljóst að hann þarf að fara fyrr í aðgerðina.

Myrhol hefur verið einn öflugasti leikmaður Noregs undanfarin ár og ljóst er að þetta er mikill missir fyrir norska landsliðsins.

Noregur er í riðli með Bosníu og Hersegóvínu, Portúgal og Frakklandi. Riðillinn fer fram í Þrándheimi svo Norðmenn verða á heimavelli.

Bjarte leikur með Skjern í Danmörku og er þar samherji Björgvins Páls Gústavssonar og Elvars Örns Jónssonar. Patrekur Jóhannesson stýrir Skjern fram á sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×