„Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:05 Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri Hagvangs segir of snemmt að segja til um það hvort breytingar í kjölfar kórónuveirunnar verði jafn miklar í viðskiptalífinu og í kjölfar bankahruns. Eflaust séu þó einhverjir að endurskoða stöðu stórnenda rétt eins og gildir um annað starfsfólk. Vísir/Vilhelm „Ég tel mjög líklegt að fyrirtæki muni nota þennan tíma til að endurskoða sína stefnu og starfsemi. Það sama gildir væntanlega um helstu stjórnendur fyrirtækja, eru fyrirtækin rétt mönnuð?“ segir Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri Hagvangs aðspurð um það hvernig hún metur stöðu helstu leiðtoga fyrirtækja nú þegar fyrirliggjandi er ein dýpsta kreppa sögunnar. Katrín telur of snemmt að segja til um það hvort starfsmannavelta í æðstu stjórnendastöður fyrirtækja í atvinnulífinu verði jafn mikil og hún var í kjölfar bankahruns en líklega séu allir fletir skoðaðir. „Það er líklegt að einhverjir velta því fyrir sér hvort þörf sé að gera breytingar, bæði á meðal stjórnenda sem og starfsmanna. Nú þarf að búa betur í haginn og koma fleiri sterkum stoðum undir atvinnulífið, svo sem auka nýsköpun á fleiri sviðum. Nú er tíminn til að skoða hvort viðskiptin séu nógu arðbær til að hefja uppbygginguna á sama grunni þegar rofar til,“ segir Katrín. Í greinaröð Atvinnulífsins í dag hefur verið fjallað um leiðtoga í kjölfar kórónuveirunnar: Hvað þurfa þeir að geta gert, hvað einkennir þá, hver eru algengustu mistök leiðtoga og má gera ráð fyrir að starfsmannavelta verði mikið í leiðtogastöðum fyrirtækja næstu misseri? Í síðustu viku var tilkynnt um starfslok Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar í Högum. Í kjölfarið vaknar upp sú spurning hvort gera megi ráð fyrir að breytingar í forystusætum í atvinnulífinu verði tíðar næstu misseri og/eða hvort mannabreytingar séu almennt tíðar í kjölfar áfalla. Atvinnulífið ræddi málin við Katrínu S. Óladóttur þar sem byrjað var á því að líta yfir farinn veg. Breytingar í kjölfar bankahruns „Breytingar fylgja oft í kjölfar áfalla og ekki síst verða þær sýnilegar þegar þjóðfélag verður fyrir áfalli eins og við gengum í gegnum í fjármálahruninu 2008,“ segir Katrín og bætir við „Líklega hefur aldrei áður orðið slík uppstokkun í viðskiptalífi eins og varð á þeim tíma. Þá hreinlega hvarf stór fjöldi fyrirtækja og ný komu í staðinn. Fjöldi starfa tapaðist og ný urðu til. Þá varð einnig til nýr hópur stjórnenda og krafan um leiðtogafærni varð mjög áberandi en einnig traust og heiðarleika sem og samskiptafærni.“ Hún segir að þessi miklu umskipti hafi þó orðið oftar síðustu áratugi en aðeins í kjölfar bankahrunsins. „Ef við horfum enn lengra aftur í tímann mátti sjá miklar breytingar á ráðningum stjórnenda og starfsfólks þegar upplýsingatæknibyltingin hóf innreið sína og svo mætti skoða söguna enn lengra,“ segir Katrín. Dýpsta kreppa í sögunni framundan í kjölfar kórónuveirunnar þar sem leiðtogum bíður nú það verkefni að reyna að endurreisa íslenskt atvinnulíf.Vísir/Vilhelm Staða leiðtogans í dag: Eru mannbreytingar framundan? „Ef við veltum fyrir okkur hvort það sama muni gerast í kjölfar áfallsins sem Covid-19 mun mögulega hafa á rekstur fyrirtækja er of snemmt að segja til um það. Þetta áfall er ekki af mannlegum völdum þar sem í ljós kemur að stjórnendur hafa ekki farið óvarlega né staðið sig illa þótt nánast rekstrarstöðvun blasir við mörgum fyrirtækjum um stundarsakir,“ segir Katrín. Mikil bjartsýni hafi ríkt undanfarið og góður vöxtur verið í efnahagslífinu. ,,En svo kemur skellurinn þegar ein stærsta atvinnugreinin stöðvast skyndilega ásamt öðrum minni áföllum. Katrín segir fyrirtæki og eigendur þeirra standa frammi fyrir allsherjar naflaskoðun á starfseminni, hvort heldur með tilliti til mannahalds eða viðskiptamódels. Að mati Katrínar þýðir það um leið að mannahald verður skoðað, staða stjórnenda og annars starfsfólks. Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga til að tryggja eins og kostur er arðbæran og kraftmikinn rekstur,“ segir Katrín og bætir við „Að sigla fyrirtækjum í gegnum ólgusjó eins og við erum að upplifa núna þar sem fjöldi fyrirtækja hafa lokað starfsemi tímabundið, krefst sterkrar liðsheildar, bæði stjórnenda og starfsmanna.“ Telur þú líklegt að mannabreytingar í forystustörfum verði eins miklar og í kjölfar bankahruns? „Stjórnir fyrirtækja í dag leggja áherslu á að ráða stjórnendur sem eru framsýnir og hafa góða rekstrarþekkingu og í bland leiðtogahæfni. Heiðarleiki og traust skiptir miklu máli fyrir ímynd fyrirtækja,“ segir Katrín og bendir á að stjórnir séu í dag orðnar óhræddar við að grípa til aðgerða, telji þær þess þurfa. Það er mikil krafa gerð til stjórnenda og stjórnir eru óhræddar við að grípa til aðgerða ef þeim finnst stjórnandinn ekki hafa þann eld sem þarf til að fyrirtækið nái viðunandi eða framúrskarandi árangri. Þetta getur verið flókið samspil og við höfum líka séð að stjórnendabreytingar eru stundum æskilegar fyrir báða aðila. Nýtt upphaf fyrir báða aðila,“ segir Katrín. Að sögn Katrínar gildir það sama um annað starfsfólk. „Það er ekki sama umburðarlyndið og var að „bíða af sér og vona“ að breyting verði á framgangi starfsmanns sem hefur fengið skilaboð þess efnis að krafa sé um meiri árangur. Þá er hiklaust leitað að nýjum aðila til að fylla skarðið,“ segir Katrín. Katrín bendir þó á að ekki þurfi áfall til að ýta undir breytingar á stjórnendum eða starfsfólki. Almennt þurfi rekstur fyrirtækja að vera undirbúinn undir breytingar og sveiflur í rekstri og að hafa hæfnina til að aðlagast hratt breytingum er atriði sem skiptir máli á öllum tímum. Hvaða ráð myndir þú gefa stjórnum félaga sem vilja skoða þá leið að skipta um forystufólk? „Stjórnir eru og eiga alltaf að vera vakandi fyrir því hvað betur megi fara í rekstri og skoða ný tækifæri. Og á þessum tímum gefst svigrúm til að fara enn betur yfir stöðuna til að tryggja að fyrirtækið sé rekið eins vel og best verður á kosið. Stjórn þarf svo auðvitað að tryggja að forstjórinn sé í takti við þarfir samtímans og laði að fyrirtækinu aðra sterka stjórnendur sem efli hann sjálfan. Þetta á við hvort sem áföll hafa dunið yfir eða ekki. Alltaf að vera á vaktinni,“ svarar Katrín. Tómlegt í miðbæ Reykjavíkur á tímum samkomubanns.Vísir/Vilhelm „Góðir stjórnendur eru alltaf eftirsóttir“ Katrín segir nýja tíma bíða í vinnubrögðum með aukinni fjarvinnu sem spennandi verður að fylgjast með hvernig verður háttað og þá ekki síst hverjar afleiðingarnar verða þegar fram vindur. Þá verði áhugavert að fylgjast með því hvort fyrirtæki muni nýta húsnæði betur en áður, hvort breytingar verði á vinnutímum fólks, hvort fundarmenning muni breytast og ferðalögum fækka. „Án efa eru þetta allt áskoranir til stjórnenda um að þróa slíkt áfram,“ segir Katrín. Á tímum sem þessum sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana kemur í ljós úr hverju stjórnandinn er gerður,“ segir Katrín og bætir við „Hversu vel honum tekst til að halda hópnum saman, byggja upp liðsheild og tryggja áfram gott viðskiptasamband við sína viðskiptavini, gamla og nýja. Skapa sterka sýn fyrir komandi tækifærum, skoða ný tækifæri, breyta því sem nauðsynlegt er til að tryggja sem mesta festu í rekstri en um leið þor til að sækja fram. Þetta gildir um alla stjórnendur.“ Katrín segir að þótt allir vonist til þess að sem flestir sem nú eru á hlutabótum fái störfin sín aftur verði ýmsar breytingar. Til dæmis munu sumir fá tækifæri til að hverfa til annarra starfa. Katrín bendir þar á að mörg ný störf séu að verða til nú þegar. Það megi til dæmis sjá á stóraukinni netverslun í kjölfar kórónuveirunnar. Sá fjöldi sem nú er á hlutabótum eða atvinnulaus, sé vonandi tímabundið ástand og mikilvægt að muna að með nýjum tímum skapist líka alltaf ný tækifæri. Þá sé góður stjórnandi alltaf eftirsóttur. Góðir stjórnendur eru alltaf eftirsóttir á hvaða tíma sem er svo það þarf að tryggja að fyrirtækin séu vel skipuð þegar allt opnast á ný.“ Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hverjir eru leiðtogar og hver eru algengustu mistökin þeirra? Algeng mistök hjá leiðtogum er til dæmis að hætta að hlusta á fólk og enda með að vera eingöngu með fólk í kringum sig sem segir aðeins það sem þeir vilja heyra. 6. maí 2020 11:00 Í kjölfar kórónuveirunnar: Leitin að leiðtogum er hafin Opin samskipti, gegnsæi og traust eru meðal þeirra lykilatriða sem þrír álitsgjafar Atvinnulífsins nefna sérstaklega aðspurðir um þau atriði sem miklu máli að leiðtogar í atvinnulífinu hafi til að bera nú þegar endurreisn atvinnulífsins þarf að hefjast. 6. maí 2020 09:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Ég tel mjög líklegt að fyrirtæki muni nota þennan tíma til að endurskoða sína stefnu og starfsemi. Það sama gildir væntanlega um helstu stjórnendur fyrirtækja, eru fyrirtækin rétt mönnuð?“ segir Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri Hagvangs aðspurð um það hvernig hún metur stöðu helstu leiðtoga fyrirtækja nú þegar fyrirliggjandi er ein dýpsta kreppa sögunnar. Katrín telur of snemmt að segja til um það hvort starfsmannavelta í æðstu stjórnendastöður fyrirtækja í atvinnulífinu verði jafn mikil og hún var í kjölfar bankahruns en líklega séu allir fletir skoðaðir. „Það er líklegt að einhverjir velta því fyrir sér hvort þörf sé að gera breytingar, bæði á meðal stjórnenda sem og starfsmanna. Nú þarf að búa betur í haginn og koma fleiri sterkum stoðum undir atvinnulífið, svo sem auka nýsköpun á fleiri sviðum. Nú er tíminn til að skoða hvort viðskiptin séu nógu arðbær til að hefja uppbygginguna á sama grunni þegar rofar til,“ segir Katrín. Í greinaröð Atvinnulífsins í dag hefur verið fjallað um leiðtoga í kjölfar kórónuveirunnar: Hvað þurfa þeir að geta gert, hvað einkennir þá, hver eru algengustu mistök leiðtoga og má gera ráð fyrir að starfsmannavelta verði mikið í leiðtogastöðum fyrirtækja næstu misseri? Í síðustu viku var tilkynnt um starfslok Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar í Högum. Í kjölfarið vaknar upp sú spurning hvort gera megi ráð fyrir að breytingar í forystusætum í atvinnulífinu verði tíðar næstu misseri og/eða hvort mannabreytingar séu almennt tíðar í kjölfar áfalla. Atvinnulífið ræddi málin við Katrínu S. Óladóttur þar sem byrjað var á því að líta yfir farinn veg. Breytingar í kjölfar bankahruns „Breytingar fylgja oft í kjölfar áfalla og ekki síst verða þær sýnilegar þegar þjóðfélag verður fyrir áfalli eins og við gengum í gegnum í fjármálahruninu 2008,“ segir Katrín og bætir við „Líklega hefur aldrei áður orðið slík uppstokkun í viðskiptalífi eins og varð á þeim tíma. Þá hreinlega hvarf stór fjöldi fyrirtækja og ný komu í staðinn. Fjöldi starfa tapaðist og ný urðu til. Þá varð einnig til nýr hópur stjórnenda og krafan um leiðtogafærni varð mjög áberandi en einnig traust og heiðarleika sem og samskiptafærni.“ Hún segir að þessi miklu umskipti hafi þó orðið oftar síðustu áratugi en aðeins í kjölfar bankahrunsins. „Ef við horfum enn lengra aftur í tímann mátti sjá miklar breytingar á ráðningum stjórnenda og starfsfólks þegar upplýsingatæknibyltingin hóf innreið sína og svo mætti skoða söguna enn lengra,“ segir Katrín. Dýpsta kreppa í sögunni framundan í kjölfar kórónuveirunnar þar sem leiðtogum bíður nú það verkefni að reyna að endurreisa íslenskt atvinnulíf.Vísir/Vilhelm Staða leiðtogans í dag: Eru mannbreytingar framundan? „Ef við veltum fyrir okkur hvort það sama muni gerast í kjölfar áfallsins sem Covid-19 mun mögulega hafa á rekstur fyrirtækja er of snemmt að segja til um það. Þetta áfall er ekki af mannlegum völdum þar sem í ljós kemur að stjórnendur hafa ekki farið óvarlega né staðið sig illa þótt nánast rekstrarstöðvun blasir við mörgum fyrirtækjum um stundarsakir,“ segir Katrín. Mikil bjartsýni hafi ríkt undanfarið og góður vöxtur verið í efnahagslífinu. ,,En svo kemur skellurinn þegar ein stærsta atvinnugreinin stöðvast skyndilega ásamt öðrum minni áföllum. Katrín segir fyrirtæki og eigendur þeirra standa frammi fyrir allsherjar naflaskoðun á starfseminni, hvort heldur með tilliti til mannahalds eða viðskiptamódels. Að mati Katrínar þýðir það um leið að mannahald verður skoðað, staða stjórnenda og annars starfsfólks. Í þessari stöðu eykst krafan um framsýna og dugmikla stjórnendur og leiðtoga til að tryggja eins og kostur er arðbæran og kraftmikinn rekstur,“ segir Katrín og bætir við „Að sigla fyrirtækjum í gegnum ólgusjó eins og við erum að upplifa núna þar sem fjöldi fyrirtækja hafa lokað starfsemi tímabundið, krefst sterkrar liðsheildar, bæði stjórnenda og starfsmanna.“ Telur þú líklegt að mannabreytingar í forystustörfum verði eins miklar og í kjölfar bankahruns? „Stjórnir fyrirtækja í dag leggja áherslu á að ráða stjórnendur sem eru framsýnir og hafa góða rekstrarþekkingu og í bland leiðtogahæfni. Heiðarleiki og traust skiptir miklu máli fyrir ímynd fyrirtækja,“ segir Katrín og bendir á að stjórnir séu í dag orðnar óhræddar við að grípa til aðgerða, telji þær þess þurfa. Það er mikil krafa gerð til stjórnenda og stjórnir eru óhræddar við að grípa til aðgerða ef þeim finnst stjórnandinn ekki hafa þann eld sem þarf til að fyrirtækið nái viðunandi eða framúrskarandi árangri. Þetta getur verið flókið samspil og við höfum líka séð að stjórnendabreytingar eru stundum æskilegar fyrir báða aðila. Nýtt upphaf fyrir báða aðila,“ segir Katrín. Að sögn Katrínar gildir það sama um annað starfsfólk. „Það er ekki sama umburðarlyndið og var að „bíða af sér og vona“ að breyting verði á framgangi starfsmanns sem hefur fengið skilaboð þess efnis að krafa sé um meiri árangur. Þá er hiklaust leitað að nýjum aðila til að fylla skarðið,“ segir Katrín. Katrín bendir þó á að ekki þurfi áfall til að ýta undir breytingar á stjórnendum eða starfsfólki. Almennt þurfi rekstur fyrirtækja að vera undirbúinn undir breytingar og sveiflur í rekstri og að hafa hæfnina til að aðlagast hratt breytingum er atriði sem skiptir máli á öllum tímum. Hvaða ráð myndir þú gefa stjórnum félaga sem vilja skoða þá leið að skipta um forystufólk? „Stjórnir eru og eiga alltaf að vera vakandi fyrir því hvað betur megi fara í rekstri og skoða ný tækifæri. Og á þessum tímum gefst svigrúm til að fara enn betur yfir stöðuna til að tryggja að fyrirtækið sé rekið eins vel og best verður á kosið. Stjórn þarf svo auðvitað að tryggja að forstjórinn sé í takti við þarfir samtímans og laði að fyrirtækinu aðra sterka stjórnendur sem efli hann sjálfan. Þetta á við hvort sem áföll hafa dunið yfir eða ekki. Alltaf að vera á vaktinni,“ svarar Katrín. Tómlegt í miðbæ Reykjavíkur á tímum samkomubanns.Vísir/Vilhelm „Góðir stjórnendur eru alltaf eftirsóttir“ Katrín segir nýja tíma bíða í vinnubrögðum með aukinni fjarvinnu sem spennandi verður að fylgjast með hvernig verður háttað og þá ekki síst hverjar afleiðingarnar verða þegar fram vindur. Þá verði áhugavert að fylgjast með því hvort fyrirtæki muni nýta húsnæði betur en áður, hvort breytingar verði á vinnutímum fólks, hvort fundarmenning muni breytast og ferðalögum fækka. „Án efa eru þetta allt áskoranir til stjórnenda um að þróa slíkt áfram,“ segir Katrín. Á tímum sem þessum sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana kemur í ljós úr hverju stjórnandinn er gerður,“ segir Katrín og bætir við „Hversu vel honum tekst til að halda hópnum saman, byggja upp liðsheild og tryggja áfram gott viðskiptasamband við sína viðskiptavini, gamla og nýja. Skapa sterka sýn fyrir komandi tækifærum, skoða ný tækifæri, breyta því sem nauðsynlegt er til að tryggja sem mesta festu í rekstri en um leið þor til að sækja fram. Þetta gildir um alla stjórnendur.“ Katrín segir að þótt allir vonist til þess að sem flestir sem nú eru á hlutabótum fái störfin sín aftur verði ýmsar breytingar. Til dæmis munu sumir fá tækifæri til að hverfa til annarra starfa. Katrín bendir þar á að mörg ný störf séu að verða til nú þegar. Það megi til dæmis sjá á stóraukinni netverslun í kjölfar kórónuveirunnar. Sá fjöldi sem nú er á hlutabótum eða atvinnulaus, sé vonandi tímabundið ástand og mikilvægt að muna að með nýjum tímum skapist líka alltaf ný tækifæri. Þá sé góður stjórnandi alltaf eftirsóttur. Góðir stjórnendur eru alltaf eftirsóttir á hvaða tíma sem er svo það þarf að tryggja að fyrirtækin séu vel skipuð þegar allt opnast á ný.“
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hverjir eru leiðtogar og hver eru algengustu mistökin þeirra? Algeng mistök hjá leiðtogum er til dæmis að hætta að hlusta á fólk og enda með að vera eingöngu með fólk í kringum sig sem segir aðeins það sem þeir vilja heyra. 6. maí 2020 11:00 Í kjölfar kórónuveirunnar: Leitin að leiðtogum er hafin Opin samskipti, gegnsæi og traust eru meðal þeirra lykilatriða sem þrír álitsgjafar Atvinnulífsins nefna sérstaklega aðspurðir um þau atriði sem miklu máli að leiðtogar í atvinnulífinu hafi til að bera nú þegar endurreisn atvinnulífsins þarf að hefjast. 6. maí 2020 09:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Hverjir eru leiðtogar og hver eru algengustu mistökin þeirra? Algeng mistök hjá leiðtogum er til dæmis að hætta að hlusta á fólk og enda með að vera eingöngu með fólk í kringum sig sem segir aðeins það sem þeir vilja heyra. 6. maí 2020 11:00
Í kjölfar kórónuveirunnar: Leitin að leiðtogum er hafin Opin samskipti, gegnsæi og traust eru meðal þeirra lykilatriða sem þrír álitsgjafar Atvinnulífsins nefna sérstaklega aðspurðir um þau atriði sem miklu máli að leiðtogar í atvinnulífinu hafi til að bera nú þegar endurreisn atvinnulífsins þarf að hefjast. 6. maí 2020 09:00