Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:00 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi segir að í kreppu felist líka tækifæri. Vísir/Vilhelm „Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér. Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira
„Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér.
Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Sjá meira