Tesla hleðslustöðvar á völdum stöðvum N1 umhverfis landið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. maí 2020 07:00 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020. „Tesla eigendur geta í sumar stoppað á völdum N1 þjónustustöðvum og fengið sér bolla af góðu kaffi eða gætt sér á hefðbundinni íslenskri kjötsúpu á meðan þeir hlaða bifreiðar sínar. Við stefnum að því að fyrsta Tesla hraðhleðslustöðin verði opnuð í Staðarskála og einnig er verið að skoða fleiri staðsetningar með því markmiði að dekka hringveginn,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. „Við hjá Tesla erum ánægð með að hafa náð samningi við N1 um að flýta fyrir uppsetningu á hraðhleðslustöðvum Tesla á Íslandi. Samningurinn við N1 mun hjálpa okkur að nýta hraðhleðslutækni okkar á völdum N1 stöðvum til hagsbóta fyrir Tesla eigendur,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla. Tesla Bensín og olía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent
N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020. „Tesla eigendur geta í sumar stoppað á völdum N1 þjónustustöðvum og fengið sér bolla af góðu kaffi eða gætt sér á hefðbundinni íslenskri kjötsúpu á meðan þeir hlaða bifreiðar sínar. Við stefnum að því að fyrsta Tesla hraðhleðslustöðin verði opnuð í Staðarskála og einnig er verið að skoða fleiri staðsetningar með því markmiði að dekka hringveginn,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. „Við hjá Tesla erum ánægð með að hafa náð samningi við N1 um að flýta fyrir uppsetningu á hraðhleðslustöðvum Tesla á Íslandi. Samningurinn við N1 mun hjálpa okkur að nýta hraðhleðslutækni okkar á völdum N1 stöðvum til hagsbóta fyrir Tesla eigendur,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla.
Tesla Bensín og olía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent